Diplómatarnir ræddu við sjálfboðaliðana um helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:01 Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur og sjálfboðaliði, er á leið aftur út til Kaíró til að halda áfram björgun Palestínumanna af Gasa. Vísir/Einar Diplómatar í Egyptalandi á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við hóp sjálfboðaliða, sem hafa aðstoðað fólk út af Gasa. Sjálfboðaliðar eru á leið út til Kaíró til að halda verkefninu áfram. Nú þegar hafa sjálfboðaliðar aðstoðað tvær fjölskyldur, það er að segja tvær mæður og sex börn, af Gasaströndinni og hingað til lands. Von er á tólf til viðbótar á næstu dögum. „Vandinn er að það hefur hægst svolítið á öllu síðustu daga og viku út af spennunni sem er við Rafah-landamærin. Til þess að koma fólki út þarf að fá grænt ljós frá ísraelskum stjórnvöldum, sem eru að taka sér lengri tíma núna en áður,“segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sjálfboðaliði. Hún var stödd á flugvelli í Berlín þegar fréttastofa náði af henni tali og er hún á leið út til Kaíró í dag. „En við erum að vona að við fáum þau skilaboð að þau séu komin á listann og þau komist út morguninn eftir næstu daga. Ég er að fara til að fylgja því eftir og sjá hvort hægt sé að aðstoða einhverja fleiri.“ Eiga fyrir björgun helmings af hópnum Mjög dýrt er fyrir sjálfboðaliðana að ná fólkinu út af Gaza en töluverðar fjárhæðir hafa safnast fyrir verkinu í söfnun Solaris. „Hver einasta króna sem safnast fer í að reyna að aðstoða fólk af Gasa. Við höfum sjálf séð um að borga flug, gistingu og uppihald og allt slíkt. Eins og staðan er núna erum við kannski komin með svona rétt rúmlega helming fyrir öllum sem eru úti en svo eru íslensk stjórnvöld á svæðinu og það eru diplómatar í Kaíró og við erum náttúrulega að vona að þau klári þetta verkefni fljótlega,“ segir Bergþóra. „Nú hafa verið samþykktar fleiri fjölskyldusameiningar. Það tók reyndar mjög langan tíma fyrir þetta fólk að fá fjölskyldusameiningu. Ég veit um einn sem er að fá samþykkt fyrir foreldra sína sem eru komin yfir sjötugt og hann er búin nað bíða í ár. Það var loksins verið að afgreiða nokkra hópa í viðbót. Þessi hópur er ekki á lista stjórnvalda yfir þá, sem verið er að aðstoða yfir landamærin. Við teljum að þau séu ekki á þessum lista því það var bara verið að samþykkja þau. Það er þannig þegar verið er að semja við egypsk og ísraelsk stjórnvöld að það er bara hægt að vera með einn lista í einu.“ Stórslys í aðsigi Sjálfboðaliðarnir höfðu í meira en viku reynt að ná sambandi við diplómatana þrjá sem eru á vegum íslenskra stjórnvalda í Kaíró en engin svör fengið. „Við heyrðum frá þeim um helgina og getum kannski ekki mikið sagt um það annað en að ég held að þessir einstaklingar, sem eru þarna úti núna eru að gera allt sem þeir geta, en það er bara verið að fara gríðarlega seint af stað. Nú er staðan bara orðin erfið. Við erum að fá skilaboð frá mjög örvæntingarfullu fólki.“ Ísraelar hafa lýst því yfir að þeir muni fljótlega ráðast í allsherjarinnrás inn í borgina Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar. Rúm milljón Palestínumanna heldur til í borginni, mikill meirihluti þeirra flóttamenn af öðrum svæðum strandarinnar. Benny Gantz fulltrúi í herráði Ísarel lýsti því yfir í morgun að herinn láti til skarar skríða í Rafah fyrir föstumánuðinn Ramadan, láti Hamas ekki lausa þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Mikil örvænting er því á svæðinu og spenna við landamæri Egyptalands. Heldurðu að það takist að bjarga öllu þessu fólki af Gasa áður en þessi innrás hefst? „Það er það sem við erum að reyna að gera. Ef þetta raungerist, að ráðist verði inn í Rafah þar sem fólk er eins og síld í tunnu, almenningur, konur og börn, þá er það stórslys. Það er á ábyrgð yfirvalda, og þá tel ég líka til íslensk stjórnvöld, að sitja ekkihjá heldur stöðva þetta. Við erum búin að vera að horfa upp á stórslys en ef þetta fer af stað þá er það á einhverju öðru stigi.“ Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Palestína Ísrael Egyptaland Tengdar fréttir Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. 19. febrúar 2024 06:48 Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. 16. febrúar 2024 19:29 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Nú þegar hafa sjálfboðaliðar aðstoðað tvær fjölskyldur, það er að segja tvær mæður og sex börn, af Gasaströndinni og hingað til lands. Von er á tólf til viðbótar á næstu dögum. „Vandinn er að það hefur hægst svolítið á öllu síðustu daga og viku út af spennunni sem er við Rafah-landamærin. Til þess að koma fólki út þarf að fá grænt ljós frá ísraelskum stjórnvöldum, sem eru að taka sér lengri tíma núna en áður,“segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sjálfboðaliði. Hún var stödd á flugvelli í Berlín þegar fréttastofa náði af henni tali og er hún á leið út til Kaíró í dag. „En við erum að vona að við fáum þau skilaboð að þau séu komin á listann og þau komist út morguninn eftir næstu daga. Ég er að fara til að fylgja því eftir og sjá hvort hægt sé að aðstoða einhverja fleiri.“ Eiga fyrir björgun helmings af hópnum Mjög dýrt er fyrir sjálfboðaliðana að ná fólkinu út af Gaza en töluverðar fjárhæðir hafa safnast fyrir verkinu í söfnun Solaris. „Hver einasta króna sem safnast fer í að reyna að aðstoða fólk af Gasa. Við höfum sjálf séð um að borga flug, gistingu og uppihald og allt slíkt. Eins og staðan er núna erum við kannski komin með svona rétt rúmlega helming fyrir öllum sem eru úti en svo eru íslensk stjórnvöld á svæðinu og það eru diplómatar í Kaíró og við erum náttúrulega að vona að þau klári þetta verkefni fljótlega,“ segir Bergþóra. „Nú hafa verið samþykktar fleiri fjölskyldusameiningar. Það tók reyndar mjög langan tíma fyrir þetta fólk að fá fjölskyldusameiningu. Ég veit um einn sem er að fá samþykkt fyrir foreldra sína sem eru komin yfir sjötugt og hann er búin nað bíða í ár. Það var loksins verið að afgreiða nokkra hópa í viðbót. Þessi hópur er ekki á lista stjórnvalda yfir þá, sem verið er að aðstoða yfir landamærin. Við teljum að þau séu ekki á þessum lista því það var bara verið að samþykkja þau. Það er þannig þegar verið er að semja við egypsk og ísraelsk stjórnvöld að það er bara hægt að vera með einn lista í einu.“ Stórslys í aðsigi Sjálfboðaliðarnir höfðu í meira en viku reynt að ná sambandi við diplómatana þrjá sem eru á vegum íslenskra stjórnvalda í Kaíró en engin svör fengið. „Við heyrðum frá þeim um helgina og getum kannski ekki mikið sagt um það annað en að ég held að þessir einstaklingar, sem eru þarna úti núna eru að gera allt sem þeir geta, en það er bara verið að fara gríðarlega seint af stað. Nú er staðan bara orðin erfið. Við erum að fá skilaboð frá mjög örvæntingarfullu fólki.“ Ísraelar hafa lýst því yfir að þeir muni fljótlega ráðast í allsherjarinnrás inn í borgina Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar. Rúm milljón Palestínumanna heldur til í borginni, mikill meirihluti þeirra flóttamenn af öðrum svæðum strandarinnar. Benny Gantz fulltrúi í herráði Ísarel lýsti því yfir í morgun að herinn láti til skarar skríða í Rafah fyrir föstumánuðinn Ramadan, láti Hamas ekki lausa þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Mikil örvænting er því á svæðinu og spenna við landamæri Egyptalands. Heldurðu að það takist að bjarga öllu þessu fólki af Gasa áður en þessi innrás hefst? „Það er það sem við erum að reyna að gera. Ef þetta raungerist, að ráðist verði inn í Rafah þar sem fólk er eins og síld í tunnu, almenningur, konur og börn, þá er það stórslys. Það er á ábyrgð yfirvalda, og þá tel ég líka til íslensk stjórnvöld, að sitja ekkihjá heldur stöðva þetta. Við erum búin að vera að horfa upp á stórslys en ef þetta fer af stað þá er það á einhverju öðru stigi.“
Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Palestína Ísrael Egyptaland Tengdar fréttir Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. 19. febrúar 2024 06:48 Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. 16. febrúar 2024 19:29 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. 19. febrúar 2024 06:48
Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. 16. febrúar 2024 19:29
Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36