Fann ástríðuna aftur á Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2024 07:00 Steven Lennon Vísir/Sigurjón Skotinn Steven Lennon lagði nýverið knattspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril. Hann situr ekki auðum höndum og nú á þjálfun hug hans allan. Þegar síðustu leiktíð lauk í október sagði Lennon að hann væri ekki hættur í fótbolta en hugmyndir um slíkt komu hins vegar til hans á meðan á erfiðri leiktíð stóð. Lennon var mikið meiddur og fór á lán frá FH til Þróttar í fyrstu deild um mitt mót. „Ég byrjaði að hugsa um þetta í fyrra og þá líka um þjálfun. FH hafði svo samband og sagði möguleika á þjálfun standa til boða. Ég tók mér tíma í að hugsa málið og féllst svo á það eftir nokkrar vikur. Núna er ég þjálfari í fullu starfi,“ segir Lennon. Það er stór ákvörðun að enda leikmannaferilinn og Lennon segist því hafa tekið sér tíma í ákvörðunina. Við tekur nýr kafli á ferlinum og í lífinu. „Svo sannarlega. Ég hef verið spilandi fótbolta frá því ég var 5 ára og verið atvinnumaðurfrá 16 ára aldri eftir skólagöngu svo þetta eru um 20 ár,“ „Ég þekki fátt annað en líf fótboltamannsins, æfingar, hvíld og undirbúningur fyrir næstu æfingu. Ég mun líklega ekki skilja þetta til fullnustu fyrr en strákarnir fara að spila í sumar og ég verð ekki úti á vellinum með þeim, að hjálpa þeim til að vinna og skora mörk,“ „Á þessari stundu er ég ánægður með þetta og er því ekkert mjög dapur, því ég er enn með strákunum. Þetta er bara fínt til þessa.“ segir Lennon. Klippa: Allt ferðalagið hefur verið gott Saknar ekki hlaupanna hjá Heimi Lennon var í ræktinni í Kaplakrika með Kjartani Henry Finnbogassyni, sem hætti einnig sem leikmaður og tók að sér þjálfarastöðu hjá FH í vetur. Hann saknar þess ekki að vera á undirbúningstímabili í kuldanum. „Það tók sinn tíma við lok síðustu leiktíðar að átta mig á þessu og er ánægður með að þjálfa undanfarið. Ég sakna einskis varðandi spilamennskuna og ég sakna ekki æfinganna og hlaupanna hjá Heimi [Guðjónssyni, þjálfara FH]. Ég fylgist með þeim frá hliðarlínunni,“ „Strákar eins og Bjössi [Björn Daníel Sverrisson] eru að ströggla við að hlaupa. Ég er feginn að sá tími er að baki, reyni að koma þekkingu minni á fótbolta til skila áfram svo FH geti byggt á því í framtíðinni.“ segir Lennon. Lennon saknar ekki hlaupanna hjá Heimi.Vísir/Hulda Margrét Lennon kom til Íslands árið 2013 og samdi við Fram. Eftir stutt stopp með Sandnes Ulf í Noregi samdi hann svo við FH og hefur verið þar frá 2018. Hann kom fyrst til Íslands sem ungur maður frá Rangers í Skotlandi. Hann segist hafa fundið ástríðuna fyrir boltanum á ný hér á landi. „Það er ekkert eitt augnablik. Bara ástríðan fyrir því að leika á ný því ég missti hana þegar ég lék með Rangers á yngri árum. Deildin hér er mjög góð og ég tel mig hafa náð árangri. Ég held að öll upplifunin af því að leika hjá stóru félagi á Íslandi, vinna titla hér á landi. Allt ferðalagið hefur verið gott.“ segir Lennon. Fleira kemur fram í viðtalinu við Skotann sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Besta deild karla FH Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Þegar síðustu leiktíð lauk í október sagði Lennon að hann væri ekki hættur í fótbolta en hugmyndir um slíkt komu hins vegar til hans á meðan á erfiðri leiktíð stóð. Lennon var mikið meiddur og fór á lán frá FH til Þróttar í fyrstu deild um mitt mót. „Ég byrjaði að hugsa um þetta í fyrra og þá líka um þjálfun. FH hafði svo samband og sagði möguleika á þjálfun standa til boða. Ég tók mér tíma í að hugsa málið og féllst svo á það eftir nokkrar vikur. Núna er ég þjálfari í fullu starfi,“ segir Lennon. Það er stór ákvörðun að enda leikmannaferilinn og Lennon segist því hafa tekið sér tíma í ákvörðunina. Við tekur nýr kafli á ferlinum og í lífinu. „Svo sannarlega. Ég hef verið spilandi fótbolta frá því ég var 5 ára og verið atvinnumaðurfrá 16 ára aldri eftir skólagöngu svo þetta eru um 20 ár,“ „Ég þekki fátt annað en líf fótboltamannsins, æfingar, hvíld og undirbúningur fyrir næstu æfingu. Ég mun líklega ekki skilja þetta til fullnustu fyrr en strákarnir fara að spila í sumar og ég verð ekki úti á vellinum með þeim, að hjálpa þeim til að vinna og skora mörk,“ „Á þessari stundu er ég ánægður með þetta og er því ekkert mjög dapur, því ég er enn með strákunum. Þetta er bara fínt til þessa.“ segir Lennon. Klippa: Allt ferðalagið hefur verið gott Saknar ekki hlaupanna hjá Heimi Lennon var í ræktinni í Kaplakrika með Kjartani Henry Finnbogassyni, sem hætti einnig sem leikmaður og tók að sér þjálfarastöðu hjá FH í vetur. Hann saknar þess ekki að vera á undirbúningstímabili í kuldanum. „Það tók sinn tíma við lok síðustu leiktíðar að átta mig á þessu og er ánægður með að þjálfa undanfarið. Ég sakna einskis varðandi spilamennskuna og ég sakna ekki æfinganna og hlaupanna hjá Heimi [Guðjónssyni, þjálfara FH]. Ég fylgist með þeim frá hliðarlínunni,“ „Strákar eins og Bjössi [Björn Daníel Sverrisson] eru að ströggla við að hlaupa. Ég er feginn að sá tími er að baki, reyni að koma þekkingu minni á fótbolta til skila áfram svo FH geti byggt á því í framtíðinni.“ segir Lennon. Lennon saknar ekki hlaupanna hjá Heimi.Vísir/Hulda Margrét Lennon kom til Íslands árið 2013 og samdi við Fram. Eftir stutt stopp með Sandnes Ulf í Noregi samdi hann svo við FH og hefur verið þar frá 2018. Hann kom fyrst til Íslands sem ungur maður frá Rangers í Skotlandi. Hann segist hafa fundið ástríðuna fyrir boltanum á ný hér á landi. „Það er ekkert eitt augnablik. Bara ástríðan fyrir því að leika á ný því ég missti hana þegar ég lék með Rangers á yngri árum. Deildin hér er mjög góð og ég tel mig hafa náð árangri. Ég held að öll upplifunin af því að leika hjá stóru félagi á Íslandi, vinna titla hér á landi. Allt ferðalagið hefur verið gott.“ segir Lennon. Fleira kemur fram í viðtalinu við Skotann sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Besta deild karla FH Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira