Upptakan af vallarstarfsmanni Hansa Rostock að sparka bílunum út af vellinum er vissulega nokkuð spaugileg að sjá en málið á sér þó alvarlegri hliðar og tengist uppákoman röð mótmæla í Þýsklandi sem hafa haft áhrif á leiki í efstu tveimur deildunum.
Remote controlled cars have stormed the pitch in The Bundesliga.2 fixture between Hansa Rostock and Hamburg today pic.twitter.com/WaoCJ3fywP
— Football Away Days (@AwayDays_) February 17, 2024
Fjórir af fimm leikjum í úrvalsdeildinni voru truflaðir af mótmælendum, sem hentu súkkulaðipeningum og marmarakúlum inn á vellina. Mótmælin tengjast ákvörðun deildarinnar um að selja hlut í sjónvarpsrétti hennar til einkaaðila.
Tillagan var samþykkt af meirihluta eigenda liðanna en stuðningsmenn hafa kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð og hafa látið óánægju sína í ljós með mótmælum á leikjum. Á föstudaginn þurfti að stöðva leik Kölnar og Werder Bremen í um tíu mínútur þar sem fjarstýrðum bílum var ekið inn á völlinn og tennisboltum hent inn á hann.
Protest against the DFL s investor deal a-la Cologne:
— Felix Tamsut (@ftamsut) February 16, 2024
In addition to the usual tennis balls, two remote control toy cars are currently wandering around Werder Bremen s area.#Effzeh pic.twitter.com/32IGz193p9