Skotklukkudrama á Króknum: Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 07:30 Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út. Pavel Ermolinskij og lærisveinum hans í Tindastólsliðinu þótti á sér brotið. Samsett/Hulda Margrét/S2 Sport Njarðvík vann eins stigs sigur á Tindastóli á Sauðárkrók í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi en heimamönnum þótti á sér brotið undir lok leiksins. Tilþrifin á Stöð 2 Sport skoðuðu þessi tvö umdeildu atvik betur eftir leikinn. „Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
„Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira