Klósettleysi yfir Íslandi setti ferðaplönin úr skorðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2024 14:55 Leið flugvélarinnar frá Amsterdam til Los Angeles í gegnum lofthelgi Íslands. Airnav.radarbox Snúa þurfti við flugvél KLM-flugfélagsins á leið sinni frá Amsterdam til Los Angeles sökum klósettleysis. Flugvélin var í lofthelgi Íslands þegar ákvörðunin var tekin. Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu. Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu.
Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira