Í tilkynningu á vef HS Veitna segir að fullum þrýstingi hafi loksins verið náð. Sundlaugar geti því loksins opnað á ný.
Tíma hefur tekið að ná fullum þrýstingi á kerfið að nýju og hafa íbúar á Suðurnesjum þurft að bíða mislengi eftir fullum þrýstingi. Ný heitavatnslögn komst í gagnið síðastliðinn mánudag.
Sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að unnið hefði verið þrekvirki við hitaveitulögnina. Undanfarna daga hafa svo pípulagningamenn á vegum almannavarna og HS Veitna verið á viðbraðgsvakt til aðstoðar íbúum.