Skrifaði bók fyrir börn sem getin eru með aðstoð tækninnar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 08:01 Andrea Björt og Ingibjörg Rún eru á meðal fjölmargra íslenskra para sem nýtt hafa sér tæknifrjóvgun til að eignast barn. „Öll börn eiga rétt á því að vita hvernig þau urðu til og fá tækifæri til að fá upplýsingar um uppruna sinn,“ segir Andrea Björt en hún og eiginkona hennar eignuðust son sinn með aðstoð sæðisgjafa. Andrea rak sig á það á sínum tíma að það var lítið sem ekkert efni til á íslensku sem ætlað var börnum sem getin eru með aðstoð sæðis- eða eggjagjafa. Hún tók því til sinna ráða og hefur nú útbúið bók sem aðstoðar fjölskyldur við að upplýsa börn um hvernig þau urðu til. Andrea nýtir tímann vel á meðan hún er í fæðingarorlofi með Blæ.Aðsend „Ég fann bækling á netinu sem kom inn á mikilvægi þess að segja börnum frá því hvernig þau urðu til, og þá sérstaklega þegar börn verða til með sæðis- eða eggjagjöf,“ segir hún og bætir við að foreldrar eiga oftast erfitt með að útskýra fyrir börnum sínum hvernig þau urðu til og hvað þá ef foreldrar fá aðstoð við barneignarferlið. Í kjölfarið kviknaði löngun hjá Andreu til að útbúa eigulega bók sem gæti hentað einstaklingum sem eignast börn ein og einnig samkynja- og tvíkynja pörum. Hún bendir þó á að hægt sé að aðlaga bókina að öllum fjölskyldum, og hún sé því einnig hentug fyrir til dæmis trans foreldra, foreldra sem ættleiða og foreldra sem þurfa aðstoð til að eignast börn. „Þetta er ekki svona hefðbundin fræðslubók, heldur er hún með svipuðu sniði og „Fyrsta ár barnsins“, þar sem meðal annars er hægt að setja inn myndir af barninu, foreldri eða foreldrum og gjafa og útskýra fyrir barninu hvernig það varð til. Mig langaði að búa til bók sem væri eiguleg, sem foreldrar og börn gætu skoðað saman.“ Líkt og Andrea bendir á er hægt að aðlaga bókina að öllum fjölskyldum, og hún er því einnig hentug fyrir til dæmis trans foreldra, foreldra sem ættleiða og foreldra sem þurfa aðstoð til að eignast börn.Aðsend Mikilvægt að taka samtalið Andrea og Ingibjörg völdu sjálfar að hafa opinn gjafa. „Og ég hugsaði með mér að ég væri til í að geta seinna meir sýnt stráknum mínum myndir af honum sjálfum, myndir af okkur fjölskyldunni og af gjafanum. Ég hugsaði þetta þannig að bókin gæti nýst sem ákveðið verkfæri, og hjálpað foreldrum að hefja þetta samtal. Það er auðvitað mismunandi á hvaða aldri börnin eru þegar þetta samtal hefst, en jafnvel þó að barnið sé mjög ungt, þá getur það líka verið gagnlegt fyrir foreldrana að undirbúa sig fyrirfram, æfa sig að segja hlutina upphátt.“ Hér má brot úr bók Andreu.Skjáskot/Karolina Fund Andrea fékk í lið með sér teiknarann, grafíska hönnuðinn og prentsmiðinn hann Svein Snæ til að sjá um umbrot bókarinnar. Sveinn Snær sá um hönnunina á öllu fyrir Hinsegin Daga 2023. Teiknarinn og grafíski hönnuðurinn Alda Lilja bætir við teikningum í bókina. Til að fjármagna útgáfu bókarinnar hrundi Andrea af stað söfnun á Karolina Fund sem mun standa yfir næstu vikur. Þeir sem vilja styrkja útgáfu bókarinnar er bent á svæði verkefnisins á vef Karolina Fund. Andrea bendir á þessi umræða sé mikilvæg upp á að stuðla að heiðarlegum og opnum samskiptum innan fjölskyldna. Enda er staðreyndin sú að á hverju ári nýta mörg hundruð pör sér tæknifrjóvgun til að búa til barn. Sem dæmi má nefna að á árunum 2018–2022 gengust alls 2168 einstaklingar eða pör undir tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. „Ef að barn elst upp án þess að vita nokkuð um uppruna sinn, og kemst svo kannski að því fyrir tilviljun seinna meir, þá geta afleiðingarnar verið mjög neikvæðarr. Barnið gæti upplifað eins og það hafi verið svikið og það getur líka leitt til þess að það fari að vantreysta foreldrum sínum, og það geta allskyns erjur sprottið upp.“ Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Hún tók því til sinna ráða og hefur nú útbúið bók sem aðstoðar fjölskyldur við að upplýsa börn um hvernig þau urðu til. Andrea nýtir tímann vel á meðan hún er í fæðingarorlofi með Blæ.Aðsend „Ég fann bækling á netinu sem kom inn á mikilvægi þess að segja börnum frá því hvernig þau urðu til, og þá sérstaklega þegar börn verða til með sæðis- eða eggjagjöf,“ segir hún og bætir við að foreldrar eiga oftast erfitt með að útskýra fyrir börnum sínum hvernig þau urðu til og hvað þá ef foreldrar fá aðstoð við barneignarferlið. Í kjölfarið kviknaði löngun hjá Andreu til að útbúa eigulega bók sem gæti hentað einstaklingum sem eignast börn ein og einnig samkynja- og tvíkynja pörum. Hún bendir þó á að hægt sé að aðlaga bókina að öllum fjölskyldum, og hún sé því einnig hentug fyrir til dæmis trans foreldra, foreldra sem ættleiða og foreldra sem þurfa aðstoð til að eignast börn. „Þetta er ekki svona hefðbundin fræðslubók, heldur er hún með svipuðu sniði og „Fyrsta ár barnsins“, þar sem meðal annars er hægt að setja inn myndir af barninu, foreldri eða foreldrum og gjafa og útskýra fyrir barninu hvernig það varð til. Mig langaði að búa til bók sem væri eiguleg, sem foreldrar og börn gætu skoðað saman.“ Líkt og Andrea bendir á er hægt að aðlaga bókina að öllum fjölskyldum, og hún er því einnig hentug fyrir til dæmis trans foreldra, foreldra sem ættleiða og foreldra sem þurfa aðstoð til að eignast börn.Aðsend Mikilvægt að taka samtalið Andrea og Ingibjörg völdu sjálfar að hafa opinn gjafa. „Og ég hugsaði með mér að ég væri til í að geta seinna meir sýnt stráknum mínum myndir af honum sjálfum, myndir af okkur fjölskyldunni og af gjafanum. Ég hugsaði þetta þannig að bókin gæti nýst sem ákveðið verkfæri, og hjálpað foreldrum að hefja þetta samtal. Það er auðvitað mismunandi á hvaða aldri börnin eru þegar þetta samtal hefst, en jafnvel þó að barnið sé mjög ungt, þá getur það líka verið gagnlegt fyrir foreldrana að undirbúa sig fyrirfram, æfa sig að segja hlutina upphátt.“ Hér má brot úr bók Andreu.Skjáskot/Karolina Fund Andrea fékk í lið með sér teiknarann, grafíska hönnuðinn og prentsmiðinn hann Svein Snæ til að sjá um umbrot bókarinnar. Sveinn Snær sá um hönnunina á öllu fyrir Hinsegin Daga 2023. Teiknarinn og grafíski hönnuðurinn Alda Lilja bætir við teikningum í bókina. Til að fjármagna útgáfu bókarinnar hrundi Andrea af stað söfnun á Karolina Fund sem mun standa yfir næstu vikur. Þeir sem vilja styrkja útgáfu bókarinnar er bent á svæði verkefnisins á vef Karolina Fund. Andrea bendir á þessi umræða sé mikilvæg upp á að stuðla að heiðarlegum og opnum samskiptum innan fjölskyldna. Enda er staðreyndin sú að á hverju ári nýta mörg hundruð pör sér tæknifrjóvgun til að búa til barn. Sem dæmi má nefna að á árunum 2018–2022 gengust alls 2168 einstaklingar eða pör undir tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. „Ef að barn elst upp án þess að vita nokkuð um uppruna sinn, og kemst svo kannski að því fyrir tilviljun seinna meir, þá geta afleiðingarnar verið mjög neikvæðarr. Barnið gæti upplifað eins og það hafi verið svikið og það getur líka leitt til þess að það fari að vantreysta foreldrum sínum, og það geta allskyns erjur sprottið upp.“
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira