Átu yfir sig og höfðu með sér nesti að áti loknu Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 09:16 Íslendingar kunnu sér ekki hóf en uppselt var á saltkjöt og baunir á Sprengidaginn hjá þeim Amöndu og Gumma á veitingastaðnum La Fiorentina. vísir/margrét Gráðugir Íslendingar á Spáni sprengdu sig á sprengidaginn og gott betur, afátu helming gestanna og það sem þeir ekki gátu troðið í belginn á sér tóku þeir með í nesti. Nokkurt uppnám ríkir nú í Facebook-hópnum Íslendingar á Spáni Costa Blanca eftir að Amanda Sunneva Joensen upplýsti um það sem hún kallar siðlaust athæfi Íslendinga á hlaðborði. Hún deilir lýsingum Karls Kristjáns Hafsteins Guðmundssonar sem varð vitni að ósköpunum. Sjálf hafi hún ekki orðið vitni að hamstrinu en þætti vænt um ef hægt væri að upplýsa um hverjir voru þar að verki? Siðlaust ofát Pistill Karls Kristjáns sem Amanda deilir segir af íslenskri græðgi á hlaðborði en uppselt var á viðburð sem boðað hafði verið til af þeim Amöndu og Gumma og fram fór á veitingastðanum La Fiorentina á sprengidag. Kom þar í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur ræður græðgin ríkjum. Málið er til tals víða en Karl Kristján deildi skrifum sínum í Facebookhópnum Íslendingar á Spáni. „Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst er kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið! Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Skammast sín fyrir að vera Íslendingur Pistlahöfundur gerir ekki ráð fyrir því að þetta fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur muni það þegja þunnu hljóði og muni ekki einu sinni þakka fyrir sig. „Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn,“ segir Karl Kristján sem Amanda Sunneva Joensen vitnar í en honum er ekki um sel: „Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim!“ Nokkrar umræður hafa skapast um efni pistilsins en enn hefur ekki tekist að upplýsa um hverjir fóru fram úr sér í ofáti. Sumir eru á því að ekki sé kannski vert að gera athugasemd við ofát á sjálfan sprengidaginn en það að hafa með sér nesti eftir slíka veislu sé fyrir neðan allar hellur. Pistilinn má sjá í heild að neðan. ÍSLENSK GRÆÐGI Á HLAÐBORÐI! Uppselt var á Saltkjöt og baunir Amöndu og Gumma sem haldið var á veitingastaðnum La Fiorentina á sprengidag. Kom í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur fer fram með græðgi. Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst að kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið!Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Ég geri ekki ráð fyrir að fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur þegi þunnu hljóði og þakki þeim ekki einu sinni fyrir sig. Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn.Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim! Íslendingar erlendis Spánn Sprengidagur Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Nokkurt uppnám ríkir nú í Facebook-hópnum Íslendingar á Spáni Costa Blanca eftir að Amanda Sunneva Joensen upplýsti um það sem hún kallar siðlaust athæfi Íslendinga á hlaðborði. Hún deilir lýsingum Karls Kristjáns Hafsteins Guðmundssonar sem varð vitni að ósköpunum. Sjálf hafi hún ekki orðið vitni að hamstrinu en þætti vænt um ef hægt væri að upplýsa um hverjir voru þar að verki? Siðlaust ofát Pistill Karls Kristjáns sem Amanda deilir segir af íslenskri græðgi á hlaðborði en uppselt var á viðburð sem boðað hafði verið til af þeim Amöndu og Gumma og fram fór á veitingastðanum La Fiorentina á sprengidag. Kom þar í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur ræður græðgin ríkjum. Málið er til tals víða en Karl Kristján deildi skrifum sínum í Facebookhópnum Íslendingar á Spáni. „Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst er kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið! Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Skammast sín fyrir að vera Íslendingur Pistlahöfundur gerir ekki ráð fyrir því að þetta fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur muni það þegja þunnu hljóði og muni ekki einu sinni þakka fyrir sig. „Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn,“ segir Karl Kristján sem Amanda Sunneva Joensen vitnar í en honum er ekki um sel: „Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim!“ Nokkrar umræður hafa skapast um efni pistilsins en enn hefur ekki tekist að upplýsa um hverjir fóru fram úr sér í ofáti. Sumir eru á því að ekki sé kannski vert að gera athugasemd við ofát á sjálfan sprengidaginn en það að hafa með sér nesti eftir slíka veislu sé fyrir neðan allar hellur. Pistilinn má sjá í heild að neðan. ÍSLENSK GRÆÐGI Á HLAÐBORÐI! Uppselt var á Saltkjöt og baunir Amöndu og Gumma sem haldið var á veitingastaðnum La Fiorentina á sprengidag. Kom í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur fer fram með græðgi. Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst að kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið!Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Ég geri ekki ráð fyrir að fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur þegi þunnu hljóði og þakki þeim ekki einu sinni fyrir sig. Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn.Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim!
ÍSLENSK GRÆÐGI Á HLAÐBORÐI! Uppselt var á Saltkjöt og baunir Amöndu og Gumma sem haldið var á veitingastaðnum La Fiorentina á sprengidag. Kom í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur fer fram með græðgi. Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst að kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið!Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Ég geri ekki ráð fyrir að fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur þegi þunnu hljóði og þakki þeim ekki einu sinni fyrir sig. Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn.Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim!
Íslendingar erlendis Spánn Sprengidagur Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira