Bað LGBTQ+ samfélagið afsökunar á áralöngum ofsóknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 09:03 Þáttastjórnandinn Wojciech Szeląg baðst afsökunar á framgöngu ríkismiðilsins TVP gagnvart hinsegin fólki. Þáttastjórnandi hjá ríkismiðlinum TVP í Póllandi hefur beðist afsökunar á afstöðu og framkomu miðilsins í garð LGBTQ+ fólks síðustu ár. Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á stjórn TVP þegar Donald Tusk varð forsætisráðherra í desember síðastliðnum. Wojciech Szeląg, sem hóf störf hjá TVP í janúar, hóf þátt sinn á sunnudag með því að ávarpa áhorfendur. Horfði hann beint í myndavélina og sagðist þurfa að segja nokkur orð. „Það hefur nú viðgengist í Póllandi í mörg ár að skammarlegum orðum hefur verið beint að einstaklingum vegna þess að þeir tóku sér það vald að ákveða sjálfir hverjir þeir eru og hverja þeir elska,“ sagði Szeląg. „LGBT+ samfélagið er ekki hugmyndafræði heldur fólk; nöfn, andlit, ættingjar og vinir.“ Szeląg snéri sér því næst að gestum þáttarins, sem báðir tilheyra hinsegin samfélaginu. „Allt þetta fólk á inni afsökunarbeiðni. Þetta er stundin sem ég biðst afsökunar.“ Today, first time in Polish TV, after 8 years of right-wing government, the LGBT+ activists appeared in live broadcast. I was seating there and heard journalist shaking voice. He made an apology after years of portraying LGBT-people a threat to Polish nation in the same studio. pic.twitter.com/kOjzKrRHPf— Bart Staszewski (@BartStaszewski) February 11, 2024 Annar gestanna, aðgerðasinninn og kvikmyndagerðamaðurinn Bart Staszewski, sagði afsökunarbeiðnina til marks um að tak stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis á ríkismiðlinum heyrði sögunni til. „Í átta ár sýndu þeir hinsegin aðgerðasinna, og hinsegin samfélagið, sem ógn við pólsku þjóðina... nærðu fólkið á þessu hatri,“ sagði Staszewski. Hann sagðist í fyrstu hafa verið hræddur við að mæta í stúdíóið, þar sem byggingin væri táknræn fyrir þann áróður sem hinsegin fólk hefði búið við í mörg ár. „Fyrir suma er þetta ekkert en fyrir mig er þetta mikilsvert. Eftir að hafa verið ósýnilegur í átta ár; verið einhverns konar „minni“ ríkisborgari. Þetta kom bæði mér og Maja í opna skjöldu. Við vorum snortin,“ sagði Staszewski og vísaði til hins gestarins, trans aktívistans Maja Heban. Staszewski sagði afsökunarbeiðni Szeląg bæði nauðsynlega og táknræna; kaflaskil í sögunni. Pólland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Wojciech Szeląg, sem hóf störf hjá TVP í janúar, hóf þátt sinn á sunnudag með því að ávarpa áhorfendur. Horfði hann beint í myndavélina og sagðist þurfa að segja nokkur orð. „Það hefur nú viðgengist í Póllandi í mörg ár að skammarlegum orðum hefur verið beint að einstaklingum vegna þess að þeir tóku sér það vald að ákveða sjálfir hverjir þeir eru og hverja þeir elska,“ sagði Szeląg. „LGBT+ samfélagið er ekki hugmyndafræði heldur fólk; nöfn, andlit, ættingjar og vinir.“ Szeląg snéri sér því næst að gestum þáttarins, sem báðir tilheyra hinsegin samfélaginu. „Allt þetta fólk á inni afsökunarbeiðni. Þetta er stundin sem ég biðst afsökunar.“ Today, first time in Polish TV, after 8 years of right-wing government, the LGBT+ activists appeared in live broadcast. I was seating there and heard journalist shaking voice. He made an apology after years of portraying LGBT-people a threat to Polish nation in the same studio. pic.twitter.com/kOjzKrRHPf— Bart Staszewski (@BartStaszewski) February 11, 2024 Annar gestanna, aðgerðasinninn og kvikmyndagerðamaðurinn Bart Staszewski, sagði afsökunarbeiðnina til marks um að tak stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis á ríkismiðlinum heyrði sögunni til. „Í átta ár sýndu þeir hinsegin aðgerðasinna, og hinsegin samfélagið, sem ógn við pólsku þjóðina... nærðu fólkið á þessu hatri,“ sagði Staszewski. Hann sagðist í fyrstu hafa verið hræddur við að mæta í stúdíóið, þar sem byggingin væri táknræn fyrir þann áróður sem hinsegin fólk hefði búið við í mörg ár. „Fyrir suma er þetta ekkert en fyrir mig er þetta mikilsvert. Eftir að hafa verið ósýnilegur í átta ár; verið einhverns konar „minni“ ríkisborgari. Þetta kom bæði mér og Maja í opna skjöldu. Við vorum snortin,“ sagði Staszewski og vísaði til hins gestarins, trans aktívistans Maja Heban. Staszewski sagði afsökunarbeiðni Szeląg bæði nauðsynlega og táknræna; kaflaskil í sögunni.
Pólland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira