Orri og Alex í hóp gegn Man. City í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 14:46 Orri Steinn Óskarsson hefur meðal annars spilað á Old Trafford og Allianz Arena í vetur. Getty/Richard Sellers Mögulegt er að Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik fyrir FC Kaupmannahöfn í kvöld og Orri Steinn Óskarsson er einnig í leikmannahópi liðsins, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Sjá meira
FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Sjá meira