Leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hæst í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2024 10:54 Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ á síðasta ári. Vísir/Egill Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ í fyrra, en þar er hún um sex prósentum hærri en á Selfossi. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem hefur verið unnið úr gögnum leiguskrár stofnunarinnar. Þar segir að samkvæmt leiguskránni hafi algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið frá 2.400 krónum upp í 3.000 krónur, en meðalleigufjárhæð þar hafi verið á bilinu 197 til 250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík, en þar nam hún 197.808 krónum í fyrra. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum , en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd, líkt og myndin hér að neðan sýnir, en þar er hún 84 og 83 fermetrar. Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir 20 talsins og því er úrtakið takmarkað þar. Stærð og eðli leigumarkaðar á Akureyri sker sig úr frá öðrum þéttbýliskjörnum út á landi Annars staðar á landinu er meðalleigufjárhæð á meira bili eða frá 134 þús. kr. til 212 þús. kr. Það helgast af því að meðalstærð leiguhúsnæðis er 59 fm. á Akureyri en í öðrum þéttbýliskjörnum út á landi er algeng meðalstærð húsnæðis á bilinu 80 fm. til 100 fm. Meðalfermetraverð er frá tæplega 1.900 kr. til tæplega 2.400 kr. Ágætt er að hafa hugfast að fjöldi samninga í Norðurþing er um 20 og því er úrtakið takmarkað þar en samningar á Akureyri eru yfir 600. Einungis eitt póstnúmer í Reykjavík inniheldur fleiri samninga en höfuðstaður Norðurlands og það er 101 Reykjavík,“ segir á vef HMS. Um Leiguskrána segir að hún sé hluti af húsnæðisgrunni HMS sem haldi utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. „Öllum leigusölum sem leigja út fleiri en tvær íbúðir, er skylt að skrá húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunninn. Sömuleiðis inniheldur leiguskráin rafræna húsaleigusamninga, en heildarfjöldi gildra samninga þar nær nú yfir 20 þúsund.“ Áður hafði HMS tekið saman upplýsingar um meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu þar sem kom fram að það væri hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári. Þar hafi íbúðir til leigu jafnframt verup stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem hefur verið unnið úr gögnum leiguskrár stofnunarinnar. Þar segir að samkvæmt leiguskránni hafi algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið frá 2.400 krónum upp í 3.000 krónur, en meðalleigufjárhæð þar hafi verið á bilinu 197 til 250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík, en þar nam hún 197.808 krónum í fyrra. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum , en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd, líkt og myndin hér að neðan sýnir, en þar er hún 84 og 83 fermetrar. Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir 20 talsins og því er úrtakið takmarkað þar. Stærð og eðli leigumarkaðar á Akureyri sker sig úr frá öðrum þéttbýliskjörnum út á landi Annars staðar á landinu er meðalleigufjárhæð á meira bili eða frá 134 þús. kr. til 212 þús. kr. Það helgast af því að meðalstærð leiguhúsnæðis er 59 fm. á Akureyri en í öðrum þéttbýliskjörnum út á landi er algeng meðalstærð húsnæðis á bilinu 80 fm. til 100 fm. Meðalfermetraverð er frá tæplega 1.900 kr. til tæplega 2.400 kr. Ágætt er að hafa hugfast að fjöldi samninga í Norðurþing er um 20 og því er úrtakið takmarkað þar en samningar á Akureyri eru yfir 600. Einungis eitt póstnúmer í Reykjavík inniheldur fleiri samninga en höfuðstaður Norðurlands og það er 101 Reykjavík,“ segir á vef HMS. Um Leiguskrána segir að hún sé hluti af húsnæðisgrunni HMS sem haldi utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. „Öllum leigusölum sem leigja út fleiri en tvær íbúðir, er skylt að skrá húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunninn. Sömuleiðis inniheldur leiguskráin rafræna húsaleigusamninga, en heildarfjöldi gildra samninga þar nær nú yfir 20 þúsund.“ Áður hafði HMS tekið saman upplýsingar um meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu þar sem kom fram að það væri hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári. Þar hafi íbúðir til leigu jafnframt verup stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum.
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41