United-menn hafa góða ástæðu til að halda með City og Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 13:16 Ef Liverpool og Arsenal gengur vel í Evrópukeppnunum gæti það skilað Englandi fimmta sætinu í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getty/Shaun Botterill Vegna þeirra breytinga sem verða í ár á Meistaradeild Evrópu í fótbolta gæti verið full ástæða fyrir stuðningsmenn Manchester United að vonast eftir góðum árangri erkifjenda liðsins; Manchester City, Arsenal og Liverpool, í Evrópukeppnunum í ár. Það er nefnilega hörð keppni á milli landa um tvö ný sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vinni England sér inn annað þessara sæta mun liðið sem endar í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor komast í Meistaradeildina. Astona Villa er núna í því sæti og Manchester United fimm stigum frá því. Sex ensk lið eru enn eftir í Evrópukeppnunum þremur og hver unninn leikur hjálpar þeim að safna stigum fyrir ensku úrvalsdeildina. Sem stendur er Ítalía með flest stig, Þýskaland næstflest, og England í 3. sæti, eftir að Manchester United og Newcastle enduðu bæði neðst í sínum riðli og féllu úr Meistaradeildinni í haust. Liðin fá tvö stig fyrir hvern sigur, eitt stig fyrir jafntefli en ekkert fyrir tap, og svo bónusstig fyrir að komast lengra í sinni keppni (þar eru flest bónusstig í boði í Meistaradeildinni en fæst í Sambandsdeildinni). Stigunum sem liðin safna er svo deilt með fjölda liða sem löndin áttu í Evrópukeppnunum í haust, sem í tilviki Englands eru átta. Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sex ensk lið enn í baráttunni Eins og fyrr segir eru sex ensk lið eftir í Evrópukeppnunum. Til að 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi sem sæti í nýju 36 liða Meistaradeildinni á næstu leiktíð þarf þeim að ganga ansi vel fram á vor. Útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld þegar Manchester City freistar þess að gera betur en United gegn FC Kaupmannahöfn, og Leipzig tekur á móti Real Madrid. Arsenal mætir svo til leiks í 16-liða úrslitunum í næstu viku þegar liðið spilar við Porto. Liverpool, West Ham og Brighton bíða til 23. febrúar eftir því að vita hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa unnið sína riðla í haust og þannig sloppið við umspilið sem liðin í 2. sæti riðlanna lentu í (það að spila í umspilinu getur reyndar gefið þjóðum forskot í baráttunni um að safna stigum). Aston Villa er svo í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og bíður einnig til 23. febrúar eftir því að vita hverjir mótherjarnir verða þar. Inter á erfitt verkefni fyrir höndum í Meistaradeild Evrópu, gegn Atlético Madrid, en ekkert ítalskt lið hefur enn endanlega fallið úr Evrópukeppnunum í vetur.Getty/Stefano Guidi Ekkert ítalskt lið fallið úr keppni Til samanburðar þá á Ítalía þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Inter, Lazio og Napoli), og fjögur í Evrópudeildinni (AC Milan og Roma í umspili en Atalanta og Fiorentina komin áfram í 16-liða úrslit). Ekkert ítalskt lið er fallið úr keppni. Þýskaland á einnig þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Bayern, Dortmund og RB Leipzig), tvö í Evrópudeildinni (Leverkusen í 16-liða úrslitum og Freiburg í umspili), og eitt í Sambandsdeildinni (Frankfurt). Union Berlín féll úr Meistaradeildinni í haust. Spánn á svo fjögur lið í Meistaradeildinni (Atlético og Real Madrid, Barcelona og Real Sociedad), eitt í Evrópudeildinni (Villarreal) og eitt í Sambandsdeildinni (Real Betis). Osasuna mistókst hins vegar að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Sevilla féll úr Meistaradeildinni. England og Spánn standa aðeins verr vegna þess að stigin sem þeirra lið safna deilast með átta, því þau byrjuðu með átta lið í Evrópukeppnunum, en stig Ítalíu og Þýskalands deilast með sjö. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Það er nefnilega hörð keppni á milli landa um tvö ný sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vinni England sér inn annað þessara sæta mun liðið sem endar í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor komast í Meistaradeildina. Astona Villa er núna í því sæti og Manchester United fimm stigum frá því. Sex ensk lið eru enn eftir í Evrópukeppnunum þremur og hver unninn leikur hjálpar þeim að safna stigum fyrir ensku úrvalsdeildina. Sem stendur er Ítalía með flest stig, Þýskaland næstflest, og England í 3. sæti, eftir að Manchester United og Newcastle enduðu bæði neðst í sínum riðli og féllu úr Meistaradeildinni í haust. Liðin fá tvö stig fyrir hvern sigur, eitt stig fyrir jafntefli en ekkert fyrir tap, og svo bónusstig fyrir að komast lengra í sinni keppni (þar eru flest bónusstig í boði í Meistaradeildinni en fæst í Sambandsdeildinni). Stigunum sem liðin safna er svo deilt með fjölda liða sem löndin áttu í Evrópukeppnunum í haust, sem í tilviki Englands eru átta. Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sex ensk lið enn í baráttunni Eins og fyrr segir eru sex ensk lið eftir í Evrópukeppnunum. Til að 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi sem sæti í nýju 36 liða Meistaradeildinni á næstu leiktíð þarf þeim að ganga ansi vel fram á vor. Útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld þegar Manchester City freistar þess að gera betur en United gegn FC Kaupmannahöfn, og Leipzig tekur á móti Real Madrid. Arsenal mætir svo til leiks í 16-liða úrslitunum í næstu viku þegar liðið spilar við Porto. Liverpool, West Ham og Brighton bíða til 23. febrúar eftir því að vita hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa unnið sína riðla í haust og þannig sloppið við umspilið sem liðin í 2. sæti riðlanna lentu í (það að spila í umspilinu getur reyndar gefið þjóðum forskot í baráttunni um að safna stigum). Aston Villa er svo í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og bíður einnig til 23. febrúar eftir því að vita hverjir mótherjarnir verða þar. Inter á erfitt verkefni fyrir höndum í Meistaradeild Evrópu, gegn Atlético Madrid, en ekkert ítalskt lið hefur enn endanlega fallið úr Evrópukeppnunum í vetur.Getty/Stefano Guidi Ekkert ítalskt lið fallið úr keppni Til samanburðar þá á Ítalía þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Inter, Lazio og Napoli), og fjögur í Evrópudeildinni (AC Milan og Roma í umspili en Atalanta og Fiorentina komin áfram í 16-liða úrslit). Ekkert ítalskt lið er fallið úr keppni. Þýskaland á einnig þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Bayern, Dortmund og RB Leipzig), tvö í Evrópudeildinni (Leverkusen í 16-liða úrslitum og Freiburg í umspili), og eitt í Sambandsdeildinni (Frankfurt). Union Berlín féll úr Meistaradeildinni í haust. Spánn á svo fjögur lið í Meistaradeildinni (Atlético og Real Madrid, Barcelona og Real Sociedad), eitt í Evrópudeildinni (Villarreal) og eitt í Sambandsdeildinni (Real Betis). Osasuna mistókst hins vegar að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Sevilla féll úr Meistaradeildinni. England og Spánn standa aðeins verr vegna þess að stigin sem þeirra lið safna deilast með átta, því þau byrjuðu með átta lið í Evrópukeppnunum, en stig Ítalíu og Þýskalands deilast með sjö.
Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti