Íslenskir lífeyrissjóðir umsvifamiklir í tæplega átta milljarða útboði Amaroq
![Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, og Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq þegar málmleitarfélagið fluttist yfir á Aðalmarkað síðasta haust. Félagið hefur frá þeim tíma hækkað í verði um meira en þriðjung.](https://www.visir.is/i/B6C4C6C8EC30B47D5E8E8CBF3FB65921068604E88CB49F0F635A5723F21DE88E_713x0.jpg)
Mikill fjöldi helstu íslensku lífeyrissjóðanna kemur að kaupum á stórum hluta þess nýja hlutafé upp á samtals um 7,6 milljarða króna sem Amaroq Minerals hefur sótt sér í gegnum hlutafjárútboð en fyrir voru aðeins tveir lífeyrissjóðir í eigendahópi málmleitarfyrirtækisins. Söluandvirði útboðsins, sem var stækkað vegna rúmlega tvöfaldrar umframeftirspurnar, verður meðal annars nýtt til að hraða áformaðri gullvinnslu við Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi síðar á þessu ári.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/C570225024264A73C64263540E530613A9947ED1C7AEDCA5027B8F08A594BCA5_308x200.jpg)
Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“
Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024.