Liðsrúta Real Madrid lenti í árekstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 10:00 Real Madrid liðið þurfti að ferðast óvenju langa leið vegna verkfalla í Þýskalandi. Getty/Marcos del Mazo Real Madrid liðið er komið til Þýskalands þar sem spænska liðið spilar fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Ferðalagið gekk þó ekki alveg slysalaust fyrir sig. Liðsrúta Real Madrid, sem stórstjörnum liðsins, lenti nefnilegi í óhappi á leið sinni til Leipzig þar sem leikurinn fer fram í kvöld. Rútan lenti þar í árekstri við hvítan Toyota á A4 hraðbrautinni á milli borganna Eichelborn og Hora. Þýska blaðið Bild segir frá óhappinu og að rútan hafi haldið leið sinni áfram eftir stutt stopp þar sem menn fullvissuðu sig um að rútan væri ökuhæf og allir ómeiddir í henni. Collision entre une Toyota et le bus du Real Madrid alors qu'il se rendait à Leipzig pour leur match de Ligue des Champions. Selon MARCA, le conducteur de la Toyota filmait le bus et s'est distrait, ce qui a causé l'accident pic.twitter.com/6lUDZ3KGdw— Rond Central (@rondcentrall) February 12, 2024 Svo var og hélt því leið Real Madrid áfram. Toyota bíllinn var aftur á móti talsvert skemmdur. Spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir því að slysið hafi orðið vegna þess að aðdáandi var að mynda rútuna með símanum en missti fyrir vikið stjórn á bílnum sínum. Ferðalagið var aðeins flóknara en það hefði þurft að vera. Spænska liðið þurfti að lenda í Erfurt og keyra þaðan 160 kílómetra leið á áfangastað. Ástæðan voru verkföll á flugvellinum í Leipzig. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá síðari fer fram 6. mars næstkomandi. Leikur RB Leipzig og Real Madrid fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins byrjar á klukkan 19.25 á sömu stöð en sjálfur leikurinn byrjar klukkan 20.00. Le bus du Real Madrid a fait un accident de la routehttps://t.co/fK97rZGtld— Foot Mercato (@footmercato) February 12, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Liðsrúta Real Madrid, sem stórstjörnum liðsins, lenti nefnilegi í óhappi á leið sinni til Leipzig þar sem leikurinn fer fram í kvöld. Rútan lenti þar í árekstri við hvítan Toyota á A4 hraðbrautinni á milli borganna Eichelborn og Hora. Þýska blaðið Bild segir frá óhappinu og að rútan hafi haldið leið sinni áfram eftir stutt stopp þar sem menn fullvissuðu sig um að rútan væri ökuhæf og allir ómeiddir í henni. Collision entre une Toyota et le bus du Real Madrid alors qu'il se rendait à Leipzig pour leur match de Ligue des Champions. Selon MARCA, le conducteur de la Toyota filmait le bus et s'est distrait, ce qui a causé l'accident pic.twitter.com/6lUDZ3KGdw— Rond Central (@rondcentrall) February 12, 2024 Svo var og hélt því leið Real Madrid áfram. Toyota bíllinn var aftur á móti talsvert skemmdur. Spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir því að slysið hafi orðið vegna þess að aðdáandi var að mynda rútuna með símanum en missti fyrir vikið stjórn á bílnum sínum. Ferðalagið var aðeins flóknara en það hefði þurft að vera. Spænska liðið þurfti að lenda í Erfurt og keyra þaðan 160 kílómetra leið á áfangastað. Ástæðan voru verkföll á flugvellinum í Leipzig. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá síðari fer fram 6. mars næstkomandi. Leikur RB Leipzig og Real Madrid fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins byrjar á klukkan 19.25 á sömu stöð en sjálfur leikurinn byrjar klukkan 20.00. Le bus du Real Madrid a fait un accident de la routehttps://t.co/fK97rZGtld— Foot Mercato (@footmercato) February 12, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira