Táknmál í hjarta mínu Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2024 08:00 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Alþingi Íslensk tunga Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Sjá meira
11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun