Táknmál í hjarta mínu Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2024 08:00 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Alþingi Íslensk tunga Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun