Fótbolti

Inter vann stór­leikinn og styrkti stöðu sína á toppnum

Francesco Acerbi sýnir miðfingurinn eftir að hafa skorað fyrsta mark Inter gegn Roma í dag.
Francesco Acerbi sýnir miðfingurinn eftir að hafa skorað fyrsta mark Inter gegn Roma í dag. Vísir/Getty

Inter vann frábæran 4-2 útisigur á Roma í Serie A í dag. Inter er því áfram á toppi deildarinnar og er nú með sjö stiga forystu á Juventus.

Inter vann frábæran 4-2 útisigur á Roma í Serie A í dag. Inter er því áfram á toppi deildarinnar og er nú með sjö stiga forystu á Juventus.

Leikurinn í dag var fjörugur eins og úrslitin gefa til kynna. Afmælisbarnið Francesco Acerbi skoraði fyrsta markið með skalla á 17. mínútu en hann á 36 ára afmæli í dag. Hann fagnaði með því að sýna fingurinn upp í stúku og verður áhugavert að sjá hvort hann fái einhverja refsingu fyrir vikið.

Gianluca Mancini jafnaði metin í 1-1 á 28. mínútu eftir sendingu Lorenzo Pellegrini og Pellegrini lagði upp annað mark frétt fyrir hálfleik þegar Stephan El Shaarawy skoraði. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir lærisveina Daniele De Rossi.

Topplið Inter náði hins vegar að snúa blaðinu við í síðari hálfleik. Marcus Thuram jafnaði metin í 2-2 strax á 49. mínútu og Inter náði forystunni sjö mínútum síðar þegar Angelino skoraði sjálfsmark.

Rómverjar settu ágæta pressu á topplið Inter eftir markið en tókst þó ekki að jafna metin. Alessandro Bastoni rak síðan síðasta naglann í kistu Roma þegar hann skoraði fjórða mark Inter í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 og Inter nú með sjö stiga forystu á Juventus á toppi deildarinnar.

Roma situr í 5. sæti og er einu stigi á eftir Atalanta í 4. sæti sem á þó tvo leiki til góða. Þetta er fyrsti tapleikur Roma síðan De Rossi tók við stjórn liðsins þann 16. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×