„Við erum bara eins og ein stór fjölskylda“ Lovísa Arnardóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 8. febrúar 2024 10:09 Fjölnir er fjórtán ára Grindvíkingur sem fór í morgun með mömmu sinni, Sólnýju, að skoða gosið. Stöð 2 Sólný Pálsdóttir, kennari og ljósmyndari frá Grindavík, var við Reykjanesbraut í morgun til að sjá eldgosið. Með henni í för var fjórtán ára sonur hennar, Fjölnir Sveinsson. „Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
„Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43
„Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37
Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33