Hótar að kæra manninn sem fylgist með einkaþotunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 13:16 Taylor Swift hefur í nógu að snúast þessa dagana á tónleikaferðalagi og kærir sig ekki um að láta fylgjast með ferðum þotunnar. Christopher Jue/TAS24/Getty Images Lögmenn bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa sent háskólanemanum Jack Sweeney bréf þar sem honum er hótað því að verða kærður muni hann ekki láta af því að birta upplýsingar um ferðir einkaþotu söngkonunnar á samfélagsmiðlum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira