Hótar að kæra manninn sem fylgist með einkaþotunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 13:16 Taylor Swift hefur í nógu að snúast þessa dagana á tónleikaferðalagi og kærir sig ekki um að láta fylgjast með ferðum þotunnar. Christopher Jue/TAS24/Getty Images Lögmenn bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa sent háskólanemanum Jack Sweeney bréf þar sem honum er hótað því að verða kærður muni hann ekki láta af því að birta upplýsingar um ferðir einkaþotu söngkonunnar á samfélagsmiðlum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins. Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira