Vitundarvakning um félagsfælni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 10:31 Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun