Baulað á Beckham í fjarveru Messi Siggeir Ævarsson skrifar 5. febrúar 2024 06:31 David Beckham stillir sér upp ásamt poppstjörnunni G.E.M. fyrir leikinn vísir/Getty 40.000 aðdáendur Lionel Messi voru ósáttir við að sjá sinn mann ekki spila í æfingaleik Inter Miami gegn Hong Kong XI, en Messi er að glíma við meiðsli aftan í læri. David Beckham, sem er forseti félagsins og einn af eigendum þess, ávarpaði áhorfendur fyrir leikinn og þakkaði þeim kærlega fyrir stuðninginn og höfðinglegar móttökur. Þær voru þó ekki höfðinglegri en svo að mannhafið baulaði á Beckham þegar ljóst var að Messi myndi ekki spila. Uppselt var á leikinn og höfðu sumir ferðast um langan veg til að berja Messi augum. Það lá þó alltaf fyrir að Messi væri ekki heill heilsu og myndi mögulega ekki spila og var það gefið sérstaklega út fyrir leikinn að endurgreiðslur væru ekki inni í myndinni ef Messi myndi forfallast. Miðarnir á leikinn kostuðu allt upp undir 460 dollara og var Messi notaður óspart í auglýsingum fyrir leikinn. Einn ósáttur aðdáandi lét hafa þetta eftir sér: „Ég var kominn í upphitun og það eina sem ég sá var hann að teygja á. Messi er ekki ofurmódel. Fólk borgar ekki fyrir að sjá hann sitja á bekknum.“ Stjórstjörnurnar Lionel Messi og Luis Suarez á bekknum á bekknumvísir/Getty Miklu var tjaldað til í undirbúningi og kynningu fyrir leikinn en skipuleggjendur hans fengu styrk að upphæð tvær milljónir dollara frá stjórnvöldum í aðdraganda hans til að koma honum í kring. Yfirvöld í Hong Kong sendu frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem kom fram að það hefðu verið mikil vonbrigði að Messi hefði ekki tekið þátt í leiknum og ljóst að málið mun draga dilk á eftir sér. „Yfirvöld sem og knattspyrnuunnendur eru afar vonsvikin með það hvernig skipuleggjendur stóðu að þessu. Þeir skulda öllu knattspyrnuaðdáendum útskýringar. Íþróttamálanefnd ríkisins mun taka málið upp með skipuleggjendum og draga úr styrkveitingum í ljósi þess að Messi tók ekki þátt í leiknum.“ INTER MIAMI BOOED OFF THE FIELD IN CHINA The mood in Hong Kong turned sour after Messi didn't play in the #InterMiamiCF friendly. 40,000 fans chanted "Refund refund refund" and "Where is Messi?" (who sat on the bench). Beckham also booed post-match.pic.twitter.com/gjnbEfSRUr— World Soccer Talk (@worldsoccertalk) February 4, 2024 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
David Beckham, sem er forseti félagsins og einn af eigendum þess, ávarpaði áhorfendur fyrir leikinn og þakkaði þeim kærlega fyrir stuðninginn og höfðinglegar móttökur. Þær voru þó ekki höfðinglegri en svo að mannhafið baulaði á Beckham þegar ljóst var að Messi myndi ekki spila. Uppselt var á leikinn og höfðu sumir ferðast um langan veg til að berja Messi augum. Það lá þó alltaf fyrir að Messi væri ekki heill heilsu og myndi mögulega ekki spila og var það gefið sérstaklega út fyrir leikinn að endurgreiðslur væru ekki inni í myndinni ef Messi myndi forfallast. Miðarnir á leikinn kostuðu allt upp undir 460 dollara og var Messi notaður óspart í auglýsingum fyrir leikinn. Einn ósáttur aðdáandi lét hafa þetta eftir sér: „Ég var kominn í upphitun og það eina sem ég sá var hann að teygja á. Messi er ekki ofurmódel. Fólk borgar ekki fyrir að sjá hann sitja á bekknum.“ Stjórstjörnurnar Lionel Messi og Luis Suarez á bekknum á bekknumvísir/Getty Miklu var tjaldað til í undirbúningi og kynningu fyrir leikinn en skipuleggjendur hans fengu styrk að upphæð tvær milljónir dollara frá stjórnvöldum í aðdraganda hans til að koma honum í kring. Yfirvöld í Hong Kong sendu frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem kom fram að það hefðu verið mikil vonbrigði að Messi hefði ekki tekið þátt í leiknum og ljóst að málið mun draga dilk á eftir sér. „Yfirvöld sem og knattspyrnuunnendur eru afar vonsvikin með það hvernig skipuleggjendur stóðu að þessu. Þeir skulda öllu knattspyrnuaðdáendum útskýringar. Íþróttamálanefnd ríkisins mun taka málið upp með skipuleggjendum og draga úr styrkveitingum í ljósi þess að Messi tók ekki þátt í leiknum.“ INTER MIAMI BOOED OFF THE FIELD IN CHINA The mood in Hong Kong turned sour after Messi didn't play in the #InterMiamiCF friendly. 40,000 fans chanted "Refund refund refund" and "Where is Messi?" (who sat on the bench). Beckham also booed post-match.pic.twitter.com/gjnbEfSRUr— World Soccer Talk (@worldsoccertalk) February 4, 2024
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira