Útvarpshlustendur FM957 og Bylgjunnar á Höfuðborgarsvæðinu fundu margir fyrir truflunum/þögn þessa í morgun vegna bilunar.
Bilunin var einungis á útsendingunni yfir loftnet og voru stöðvarnar báðar í fullri virkni á netinu og einnig í Bylgju-appinu. Dagskráin hélst óbreytt og Sprengisandur fór stundvíslega í loftið klukkan 10.
„Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem að þetta kann að valda,“ segir Þórdís Valsdóttir forstöðumaður útvarpsmiðla hjá Sýn.

Vísir er í eigu Sýnar.
Fréttin var uppfærð klukkan 11:41 eftir að viðgerð var lokið.