Tími kominn að ræða varnarmál Bryndís Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2024 12:32 Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun