Körfubolti

Dedrick Basile elskar að spila gegn Njarð­vík

Siggeir Ævarsson skrifar
Dedrick Basile, besti maður vallarins í kvöld.
Dedrick Basile, besti maður vallarins í kvöld. vísir / pawel

Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir frammistöðu Dedrick Basile í leik Grindavíkur gegn Njarðvík á fimmtudagskvöldið þar sem Basile skoraði 40 stig.

Basile lék með Njarðvík síðustu tvö tímabil en hann hefur þó fullyrt í viðtölum að hann sé ekkert að gíra sig sérstaklega upp fyrir leikina gegn þeim.

„Hann má reyna að ljúga að þjóðinni ítrekað í viðtölum að hann gíri sig ekkert sérstaklega upp fyrir Njarðvíkurleiki en það er bara rugl“ - sagði Helgi Magnússon og hafði sennilega eitthvað til síns máls. 

Basile nýtur þess greinilega að spila gegn sínum gömlu félögumSkjáskot

Tölurnar tala sínu máli eins og sjá má hér að ofan. Þegar liðin mættust í Njarðvík fyrr í vetur var Basile mikið að hrópa upp í stúku í áttina að stuðningsmönnum Njarðvíkur sem bauluðu á hann í lokin, sem hann viðurkenndi að hefði kveikt í honum.

„Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ - Sagði Basile í viðtali við Vísi eftir þann leik.

Sérfræðingarnir fóru yfir stöðuna hjá Grindavík sem hafa nú unnið sex leiki í röð og virðast ætla að gera sig gildandi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en DeAndre Kane fullyrðir að liði landi titlinum þar sem hann sé í liðinu.

Innslagið má sjá í heild hér að neðan.

Klippa: Basile og Kane


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×