„Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 21:36 Arnar var líflegur á hliðarlínunni í dag sem endranær. Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson var afar svekktur með niðurstöðuna í leik Stjörnunnar og Vals í kvöld. Stjarnan hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Subway-deildinni. „Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Sjá meira
„Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“
Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Sjá meira