Að óbreyttu þurfi nýbyggingar ekki að þola jarðskjálfta Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 13:41 Þetta hús þolir vafalítið íslenskar aðstæður. Svo gæti farið að hús framtíðarinnar geri það ekki. Vísir/arnar Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir mikilvæga þjóðarviðauka við byggingarreglugerð EES ekki enn hafa verið samda vegna skorts á fjárveitingum frá ríkinu. Nýendurskoðaðir evrópskir staðlar, sem þegar eru byrjaðir að taka gildi ytra, taki ekki gildi hérlendis þar sem vantar að aðlaga þá íslenskum aðstæðum. Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til. Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til.
Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira