Haukur Helgi lenti í árekstri á Reykjanesbrautinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 11:01 Haukur Helgi Pálsson var búinn að vera mjög góður eftir áramót en heppnin var ekki alveg með honum í slæma veðrinu á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson var ekki með Álftanesi í leiknum á móti Þórsurum í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi og munaði mikið um fjarveru hans. Þetta var fyrsti leikurinn sem Haukur Helgi missir af í deildinni í vetur en ástæðan var þó ekki tengd körfubolta. Haukur lenti í árekstri á Reykjanesbrautinni en hann vinnur í Reykjanesbæ en býr á Álftanesinu. „Ég lenti í árekstri á leiðinni úr vinnu í slæmu færðinni á Brautinni,“ sagði Haukur Helgi Pálsson í samtali við Vísi. Keyrir ekki bílinn aftur í bráð „Ég er stífur í öxl og hnakka og aðeins illt í fætinum. Þetta var alveg smá högg en þetta hefði getað farið verr,“ sagði Haukur en er bíllinn stórskemmdur? „Hann var dreginn í burtu. Ég er ekki að fara að keyra hann aftur í bráð. Þetta var þarna leiðinlega veðrið rétt eftir að gámabíllinn og fólksbílinn lentu því miður saman. Það var bara nýbúið að opna brautina aftur og það var algjör blindbylur,“ sagði Haukur. Hann var búinn að spila alla leiki Álftanesliðsins á tímabilinu og það var farið að líta út fyrir að hann gæti spilað alla leikina í fyrsta skiptið hér á landi. „Lukkan mín hefur aldrei verið þannig að maður fái að klára eitthvað,“ sagði Haukur. Staðan á honum hefur annars verið mjög góð á þessu tímabili. Núna er bara gufa og nudd alla daga „Mér var farið að líða miklu betur og kominn í stand og svona. Ég er allur betri. Því miður fær maður ekki að ráða því hvort maður meiðist eða ekki. Hjá mér eftir þetta vanalega verið að ég lendi á einhverjum ökkla og sný mig þannig,“ sagði Haukur um meiðslavandræði síðustu ára en verður hann meira frá? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei lent í svona slysi. Ég veit ekki hvort að þetta verði eitthvað þráðlátt eða búið eftir viku. Ég er allur mjög stífur núna og er svolítið lemstraður. Núna er bara gufa og nudd alla daga. Vonandi verður þetta ekki of mikið eða of lengi,“ sagði Haukur. Nýliðar Álftanes hafa staðið sig frábærlega á fyrsta ári, sitja í úrslitakeppnissæti og eru komnir í bikarúrslitin í Höllinni. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Mér finnst við líka geta gert betur. Við erum bara búnir að lenda svolítið mikið í því að vera án leikmanna. Ég veit ekki hvað við erum búnir að taka marga leiki þar sem allir eru með,“ sagði Haukur. „Það er alltaf einhver af þessum alvöru spilurum í róteringunni sem detta út. Hörður [Axel Vilhjálmsson] var frá mestan partinn af fyrri hlutanum og svo er Dino [Stipcic] búinn að vera lengi frá. Douglas [Wilson] og Ville [Tahvanainen eru búnir að vera tæpir eftir áramót og hafa ekkert æft. Þetta er búið að vera svolítið mikið,“ sagði Haukur. Búið að ganga vel í vetur „Ég þurfti bara að klára þetta líka og þá eru allir búnir að meiðast eitthvað,“ sagði Haukur léttur. Hann hefur lent í því allt of oft síðustu tímabil að vera meiðast og missa af leikjum. „Það er hundleiðinlegt og sérstaklega þegar maður er kominn í einhvern rytma og síðan að slá út aftur. Þá þarf maður að fara að ná honum aftur. Þetta er búið að ganga vel hjá mér í ár,“ sagði Haukur en segir að kannski séu væntingarnar til sín ekki alveg á réttum stað. „Það er alltaf verið að vonast eftir því að maður skori þrjátíu stig í leik og þannig er maður bara góður. Ég hef nú aldrei verið þannig. Ég held að það hafi verið svolítið mikið horft í það hvernig maður var hér 2015 og fólk hefur haldið að ég myndi vera eins. Þá var maður bara 23 ára ungur pungur og þá var allt hægt,“ sagði Haukur og hlær. Gerði eitthvað í fyrra lífi Hann er með 14,4 stig, 8,1 frákast og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur og átti nokkra frábæra leiki eftir áramót. Hann er líka mjög öflugur og fjölhæfur varnarmaður sem kemur aldrei fram í tölfræðinni. „Ég er bara 31 árs og er alveg í fínu standi. Leiðinlegt að missa svona út þegar maður er að komast aftur í almennilegan rytma,“ sagði Haukur. Óheppin virðist hins vegar alltaf elta Hauk. „Ég hef gert eitthvað í fyrra lífi. Það er hundrað prósent,“ sagði Haukur. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Þetta var fyrsti leikurinn sem Haukur Helgi missir af í deildinni í vetur en ástæðan var þó ekki tengd körfubolta. Haukur lenti í árekstri á Reykjanesbrautinni en hann vinnur í Reykjanesbæ en býr á Álftanesinu. „Ég lenti í árekstri á leiðinni úr vinnu í slæmu færðinni á Brautinni,“ sagði Haukur Helgi Pálsson í samtali við Vísi. Keyrir ekki bílinn aftur í bráð „Ég er stífur í öxl og hnakka og aðeins illt í fætinum. Þetta var alveg smá högg en þetta hefði getað farið verr,“ sagði Haukur en er bíllinn stórskemmdur? „Hann var dreginn í burtu. Ég er ekki að fara að keyra hann aftur í bráð. Þetta var þarna leiðinlega veðrið rétt eftir að gámabíllinn og fólksbílinn lentu því miður saman. Það var bara nýbúið að opna brautina aftur og það var algjör blindbylur,“ sagði Haukur. Hann var búinn að spila alla leiki Álftanesliðsins á tímabilinu og það var farið að líta út fyrir að hann gæti spilað alla leikina í fyrsta skiptið hér á landi. „Lukkan mín hefur aldrei verið þannig að maður fái að klára eitthvað,“ sagði Haukur. Staðan á honum hefur annars verið mjög góð á þessu tímabili. Núna er bara gufa og nudd alla daga „Mér var farið að líða miklu betur og kominn í stand og svona. Ég er allur betri. Því miður fær maður ekki að ráða því hvort maður meiðist eða ekki. Hjá mér eftir þetta vanalega verið að ég lendi á einhverjum ökkla og sný mig þannig,“ sagði Haukur um meiðslavandræði síðustu ára en verður hann meira frá? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei lent í svona slysi. Ég veit ekki hvort að þetta verði eitthvað þráðlátt eða búið eftir viku. Ég er allur mjög stífur núna og er svolítið lemstraður. Núna er bara gufa og nudd alla daga. Vonandi verður þetta ekki of mikið eða of lengi,“ sagði Haukur. Nýliðar Álftanes hafa staðið sig frábærlega á fyrsta ári, sitja í úrslitakeppnissæti og eru komnir í bikarúrslitin í Höllinni. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Mér finnst við líka geta gert betur. Við erum bara búnir að lenda svolítið mikið í því að vera án leikmanna. Ég veit ekki hvað við erum búnir að taka marga leiki þar sem allir eru með,“ sagði Haukur. „Það er alltaf einhver af þessum alvöru spilurum í róteringunni sem detta út. Hörður [Axel Vilhjálmsson] var frá mestan partinn af fyrri hlutanum og svo er Dino [Stipcic] búinn að vera lengi frá. Douglas [Wilson] og Ville [Tahvanainen eru búnir að vera tæpir eftir áramót og hafa ekkert æft. Þetta er búið að vera svolítið mikið,“ sagði Haukur. Búið að ganga vel í vetur „Ég þurfti bara að klára þetta líka og þá eru allir búnir að meiðast eitthvað,“ sagði Haukur léttur. Hann hefur lent í því allt of oft síðustu tímabil að vera meiðast og missa af leikjum. „Það er hundleiðinlegt og sérstaklega þegar maður er kominn í einhvern rytma og síðan að slá út aftur. Þá þarf maður að fara að ná honum aftur. Þetta er búið að ganga vel hjá mér í ár,“ sagði Haukur en segir að kannski séu væntingarnar til sín ekki alveg á réttum stað. „Það er alltaf verið að vonast eftir því að maður skori þrjátíu stig í leik og þannig er maður bara góður. Ég hef nú aldrei verið þannig. Ég held að það hafi verið svolítið mikið horft í það hvernig maður var hér 2015 og fólk hefur haldið að ég myndi vera eins. Þá var maður bara 23 ára ungur pungur og þá var allt hægt,“ sagði Haukur og hlær. Gerði eitthvað í fyrra lífi Hann er með 14,4 stig, 8,1 frákast og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur og átti nokkra frábæra leiki eftir áramót. Hann er líka mjög öflugur og fjölhæfur varnarmaður sem kemur aldrei fram í tölfræðinni. „Ég er bara 31 árs og er alveg í fínu standi. Leiðinlegt að missa svona út þegar maður er að komast aftur í almennilegan rytma,“ sagði Haukur. Óheppin virðist hins vegar alltaf elta Hauk. „Ég hef gert eitthvað í fyrra lífi. Það er hundrað prósent,“ sagði Haukur.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira