Lífið

Himnesk hlaup á Tenerife

Stefán Árni Pálsson skrifar
Garpur fór til Tene til að hlaupa.
Garpur fór til Tene til að hlaupa.

Garpur Ingason Elísabetarson flaug á dögunum út til Tenerife þar sem Íslendingar hafa sannarlega tröllriðið öllu síðustu ár.

En þar er ekki aðeins hægt að slaka á í sólinni og njóta lífsins. Hlaupaferðir eru að verða sívinsælli og fékk hann að kynnast því. Garpur fékk að fara með hlaupahóp upp hæsta fjall Tenerife sem er í rúmlega 3500 metra hæð. 

Með í för voru til að mynda þau Birna María Másdóttir og Árni Arnar Sæmundsson en margir kannast við Birnu sem Bibbu sem hefur starfað sem sjónvarpskona á Stöð 2.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Garps í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Skellti sér með hlaupahóp til Tene





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.