Vill færa skráningu Tesla til Texas Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 18:16 Elon Musk segir að hluthafafundur verði haldinn um það að flytja skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware birti úrskurð í máli sem gæti kostað Musk tugi milljarða dala. AP/Leon Neal Auðjöfurinn Elon Musk vill færa skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að 55 milljarða dala kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 hefði verið ólöglegur. Samningurinn var einn sá stærsti sem hefur verið gerður en hluthafi í Tesla höfðaði mál i skattaparadísinni Delaware, þar sem fyrirtækið er skráð. Hann sagði stjórn fyrirtækisins hafa afvegaleitt hluthafa og farið gegn skyldum sínum. Úrskurðurinn þýðir að Musk geti orðið af upphæð sem samsvarar um 7,5 billjónum króna. Eftir að úrskurðurinn var birtur skrifaði Musk á X, samfélagsmiðil sinn, að fólk ætti ekki að skrá fyrirtæki sín í Delaware. Sjá einnig: Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Höfuðstöðvar Tesla eru í Texas og í gær hélt Musk könnun á X þar sem hann spurði hvort skrá ætti félagið þar einnig. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu já. Musk sagði svo í dag að farið yrði í það að halda hluthafafund um að skrá Tesla í Texas. The public vote is unequivocally in favor of Texas!Tesla will move immediately to hold a shareholder vote to transfer state of incorporation to Texas. https://t.co/ParwqQvS3d— Elon Musk (@elonmusk) February 1, 2024 Á undanförnum árum hefur Musk fært starfsemi nokkurra fyrirtækja sinna til Texas. Hann færði höfuðstöðvar Tesla þangað frá Kaliforníu árið 2021 og SpaceX er sömuleiðis með umfangsmiklar starfsemi í ríkinu. Í samtali við Wall Street Journal segir lagaprófessor sem sérhæfir sig í málum sem þessum að það að færa skráningu Tesla myndi engin áhrif hafa á úrskurð dómarans í Delaware. Hann segir réttarkerfið í Delaware hannað til að vernda hagsmuni hluthafa og dregur í efa að hluthafar Tesla muni samþykkja flutninginn út af því að Musk sé ósáttur við einn tiltekinn dómara. Um 68 prósent af fimm hundruð verðmætustu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware, samkvæmt frétt WSJ. Árið 2022 voru fjögur af hverjum fimm nýjum fyrirtækjum í Bandaríkjunum skráð þar og réttarkerfið í Delaware hefur um árabil verið þar sem stærstu dómsmál sem tengjast samruna fyrirtækja og yfirtökum verið tekin fyrir þar. Bandaríkin Tesla X (Twitter) Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Samningurinn var einn sá stærsti sem hefur verið gerður en hluthafi í Tesla höfðaði mál i skattaparadísinni Delaware, þar sem fyrirtækið er skráð. Hann sagði stjórn fyrirtækisins hafa afvegaleitt hluthafa og farið gegn skyldum sínum. Úrskurðurinn þýðir að Musk geti orðið af upphæð sem samsvarar um 7,5 billjónum króna. Eftir að úrskurðurinn var birtur skrifaði Musk á X, samfélagsmiðil sinn, að fólk ætti ekki að skrá fyrirtæki sín í Delaware. Sjá einnig: Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Höfuðstöðvar Tesla eru í Texas og í gær hélt Musk könnun á X þar sem hann spurði hvort skrá ætti félagið þar einnig. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu já. Musk sagði svo í dag að farið yrði í það að halda hluthafafund um að skrá Tesla í Texas. The public vote is unequivocally in favor of Texas!Tesla will move immediately to hold a shareholder vote to transfer state of incorporation to Texas. https://t.co/ParwqQvS3d— Elon Musk (@elonmusk) February 1, 2024 Á undanförnum árum hefur Musk fært starfsemi nokkurra fyrirtækja sinna til Texas. Hann færði höfuðstöðvar Tesla þangað frá Kaliforníu árið 2021 og SpaceX er sömuleiðis með umfangsmiklar starfsemi í ríkinu. Í samtali við Wall Street Journal segir lagaprófessor sem sérhæfir sig í málum sem þessum að það að færa skráningu Tesla myndi engin áhrif hafa á úrskurð dómarans í Delaware. Hann segir réttarkerfið í Delaware hannað til að vernda hagsmuni hluthafa og dregur í efa að hluthafar Tesla muni samþykkja flutninginn út af því að Musk sé ósáttur við einn tiltekinn dómara. Um 68 prósent af fimm hundruð verðmætustu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware, samkvæmt frétt WSJ. Árið 2022 voru fjögur af hverjum fimm nýjum fyrirtækjum í Bandaríkjunum skráð þar og réttarkerfið í Delaware hefur um árabil verið þar sem stærstu dómsmál sem tengjast samruna fyrirtækja og yfirtökum verið tekin fyrir þar.
Bandaríkin Tesla X (Twitter) Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira