Auðsjáanlegt hversu erfið ákvörðunin var Bjarna Aron Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2024 08:00 Ingvar (til vinstri) og Bjarni (til hægri) mynduðu gott teymi hjá Haukum Vísir/Bára Ingvar Þór Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta á nýjan leik. Hann tekur við starfinu af Bjarna Magnússyni sem þurfti að láta af störfum af heilsufarslegum ástæðum. Ingvar, sem hefur undanfarið starfað sem aðstoðarþjálfari Bjarna hjá Haukum segir ákvörðun hans um að láta að störfum að vissu leyti hafa komið sér á óvart. „Já að vissu leyti. Við höfum rætt aðeins saman og ég vissi svo sem að hann væri orðinn svolítið þreyttur. Svo í rauninni hittumst við einhverri viku áður en hann tilkynnir liðinu ákvörðun sína og lætur mig vita af því að hann þurfi í rauninni að stíga frá. Þar spila inn í heilsufarslegar ástæður og ekki hægt að komast hjá því að taka þessa ákvörðun. Þá fæ ég nokkra daga til þess að hugsa málið hvað mig varðar, hvað ég myndi gera. Við Bjarni höfðum náttúrulega starfað saman sem teymi í mörg ár fram að þessu og ekkert sjálfgefið að maður myndi stíga upp og taka við starfi aðalþjálfara. En að vel ígrunduðu máli fannst mér það þó vera það rétta í stöðunni.“ Þetta ferli sem leiðir að þessari ákvörðun þinni. Var það strembið? Varstu á báðum áttum hvort þú ættir að taka við aðalþjálfara starfinu? „Já já og ég sagði leikmönnum liðsins svo sem líka frá því. Að sama skapi hefði verið gríðarlega erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti. Þær sáu það líka bara, þegar að Bjarni greinir þeim frá ákvörðun sinni, hversu erfið ákvörðun að taka þetta var honum. Hún hefði líka verið það fyrir mig en á sama tíma þá lagði ég veturinn þannig upp að ég væri með Bjarna í þessu. Það að hann þurfi að stíga til hliðar var að sjálfsögðu þess valdandi að ég hugsaði málið. Hvað ég myndi gera.“ Þekkir starf aðalþjálfarans inn og út Ingvar kemur ekki blautur á bak við eyrun í starf aðalþjálfara. Hann starfaði sem slíkur, einmitt hjá kvennaliði Hauka, fyrir nokkrum árum síðan og gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2018. Hann íhugaði hins vegar vel og vandlega hvort hann ætti að taka að sér starfið aftur á þessum tímapunkti. Það að hafa verið í kringum lið Hauka undanfarin ár gerir ákvörðunina væntanlega, að einhverju leyti, auðveldari? „Já það gerir það. Ég náttúrulega þekki þessar stelpur mjög vel. Er búinn að þjálfa þær margar hverjar frá árinu 2010. Það var því þægilegt að ganga inn í þetta þannig lagað. Við höfum verið að vinna vel að ákveðnum hlutum í vetur. Og sérstaklega núna eftir áramót hefur okkur fundist spilamennskan vera orðin betri. Bæði varnar- og sóknarlega. Það er þá náttúrulega bara núna í höndum okkar þjálfarateymisins, sem tökum núna við, að sjá til þess að það haldi áfram. Að við höldum áfram að taka skref upp á við. Ingvar Þór, nýráðinn aðalþjálfari kvennaliðs Hauka í körfuboltaVísir/Sigurjón Ólason Haukar unnu sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfarateymis á dögunum. Sigur sem sér til þess að liðið er í efri hluta Subway deildarinnar sem hefur nú verið skipt í tvennt fram að úrslitakeppni. Hvernig horfa næstu vikur og mánuðir við þér. Hvað viltu sjá liðið gera núna? „Rauninni bara svipaða hluti og við höfum verið að sýna undanfarnar vikur. Æfingarnar hafa verið betri, kraftmiklar æfingar með góðri samkeppni og við búum við það að eiga nokkuð góðan og breiðan hóp. Í þessari tvískiptingu í efri hlutanum er fyrsta markmið náttúrulega að sjá til þess að við fáum heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það verkefni byrjar strax í næstu viku.“ Miklar breytingar að eiga sér stað Málefni körfuknattleiksdeildar Hauka hafa verið mikið í deiglunni undanfarið því auk Bjarna, fráfarandi þjálfara kvennaliðsins, hefur Bragi Hinrik Magnússon ákveðið að láta af störfum hjá körfuknattleiksdeild félagsins og fyrir það hafði varaformaður deildarinnar, Tobías Sveinbjörnsson, greint frá ákvörðun sinni að stíga til hliðar sem varaformaður. Auðvitað vekur það upp spurningar þegar að slík sambærileg tíðindi eiga sér stað með skömmu millibili en Ingvar segir þær ekkert tengjast. Þá sé ekkert mál að aðskilja það sem á sér stað inn á körfuboltavellinum frá því sem er að eiga sér stað utan hans innan deildarinnar. „Það er ekkert mál að aðskilja þetta. Varaformaðurinn var nánast hættur í haust og það vegna anna í öðrum störfum. Það að formaðurinn hætti líka gerist í rauninni nokkuð áður en Bjarni tekur sína ákvörðun að hætta þjálfun kvennaliðsins. Þessar ákvarðanir tengjast ekkert en tilkynningarnar koma hins vegar á sama tíma. Fólk innan félagsins og stjórnarinnar hefur tekið við þeim boltum sem þarf að halda á lofti, deilt með sér verkefnum og gert það vel.“ Ingvar stýrir liði Hauka út yfirstandandi tímabil en hvað tekur við svo? Gæti hann hugsað sér að stýra liðinu til lengri tíma litið? „Ég lít á þetta núna sem tímabundið út þetta tímabil. Svo bara sjáum við til hvað verður í vor. Hvort það sé áhugi hjá mér eða stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka á því að halda þessu samstarfi áfram.“ Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Ingvar, sem hefur undanfarið starfað sem aðstoðarþjálfari Bjarna hjá Haukum segir ákvörðun hans um að láta að störfum að vissu leyti hafa komið sér á óvart. „Já að vissu leyti. Við höfum rætt aðeins saman og ég vissi svo sem að hann væri orðinn svolítið þreyttur. Svo í rauninni hittumst við einhverri viku áður en hann tilkynnir liðinu ákvörðun sína og lætur mig vita af því að hann þurfi í rauninni að stíga frá. Þar spila inn í heilsufarslegar ástæður og ekki hægt að komast hjá því að taka þessa ákvörðun. Þá fæ ég nokkra daga til þess að hugsa málið hvað mig varðar, hvað ég myndi gera. Við Bjarni höfðum náttúrulega starfað saman sem teymi í mörg ár fram að þessu og ekkert sjálfgefið að maður myndi stíga upp og taka við starfi aðalþjálfara. En að vel ígrunduðu máli fannst mér það þó vera það rétta í stöðunni.“ Þetta ferli sem leiðir að þessari ákvörðun þinni. Var það strembið? Varstu á báðum áttum hvort þú ættir að taka við aðalþjálfara starfinu? „Já já og ég sagði leikmönnum liðsins svo sem líka frá því. Að sama skapi hefði verið gríðarlega erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti. Þær sáu það líka bara, þegar að Bjarni greinir þeim frá ákvörðun sinni, hversu erfið ákvörðun að taka þetta var honum. Hún hefði líka verið það fyrir mig en á sama tíma þá lagði ég veturinn þannig upp að ég væri með Bjarna í þessu. Það að hann þurfi að stíga til hliðar var að sjálfsögðu þess valdandi að ég hugsaði málið. Hvað ég myndi gera.“ Þekkir starf aðalþjálfarans inn og út Ingvar kemur ekki blautur á bak við eyrun í starf aðalþjálfara. Hann starfaði sem slíkur, einmitt hjá kvennaliði Hauka, fyrir nokkrum árum síðan og gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2018. Hann íhugaði hins vegar vel og vandlega hvort hann ætti að taka að sér starfið aftur á þessum tímapunkti. Það að hafa verið í kringum lið Hauka undanfarin ár gerir ákvörðunina væntanlega, að einhverju leyti, auðveldari? „Já það gerir það. Ég náttúrulega þekki þessar stelpur mjög vel. Er búinn að þjálfa þær margar hverjar frá árinu 2010. Það var því þægilegt að ganga inn í þetta þannig lagað. Við höfum verið að vinna vel að ákveðnum hlutum í vetur. Og sérstaklega núna eftir áramót hefur okkur fundist spilamennskan vera orðin betri. Bæði varnar- og sóknarlega. Það er þá náttúrulega bara núna í höndum okkar þjálfarateymisins, sem tökum núna við, að sjá til þess að það haldi áfram. Að við höldum áfram að taka skref upp á við. Ingvar Þór, nýráðinn aðalþjálfari kvennaliðs Hauka í körfuboltaVísir/Sigurjón Ólason Haukar unnu sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfarateymis á dögunum. Sigur sem sér til þess að liðið er í efri hluta Subway deildarinnar sem hefur nú verið skipt í tvennt fram að úrslitakeppni. Hvernig horfa næstu vikur og mánuðir við þér. Hvað viltu sjá liðið gera núna? „Rauninni bara svipaða hluti og við höfum verið að sýna undanfarnar vikur. Æfingarnar hafa verið betri, kraftmiklar æfingar með góðri samkeppni og við búum við það að eiga nokkuð góðan og breiðan hóp. Í þessari tvískiptingu í efri hlutanum er fyrsta markmið náttúrulega að sjá til þess að við fáum heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það verkefni byrjar strax í næstu viku.“ Miklar breytingar að eiga sér stað Málefni körfuknattleiksdeildar Hauka hafa verið mikið í deiglunni undanfarið því auk Bjarna, fráfarandi þjálfara kvennaliðsins, hefur Bragi Hinrik Magnússon ákveðið að láta af störfum hjá körfuknattleiksdeild félagsins og fyrir það hafði varaformaður deildarinnar, Tobías Sveinbjörnsson, greint frá ákvörðun sinni að stíga til hliðar sem varaformaður. Auðvitað vekur það upp spurningar þegar að slík sambærileg tíðindi eiga sér stað með skömmu millibili en Ingvar segir þær ekkert tengjast. Þá sé ekkert mál að aðskilja það sem á sér stað inn á körfuboltavellinum frá því sem er að eiga sér stað utan hans innan deildarinnar. „Það er ekkert mál að aðskilja þetta. Varaformaðurinn var nánast hættur í haust og það vegna anna í öðrum störfum. Það að formaðurinn hætti líka gerist í rauninni nokkuð áður en Bjarni tekur sína ákvörðun að hætta þjálfun kvennaliðsins. Þessar ákvarðanir tengjast ekkert en tilkynningarnar koma hins vegar á sama tíma. Fólk innan félagsins og stjórnarinnar hefur tekið við þeim boltum sem þarf að halda á lofti, deilt með sér verkefnum og gert það vel.“ Ingvar stýrir liði Hauka út yfirstandandi tímabil en hvað tekur við svo? Gæti hann hugsað sér að stýra liðinu til lengri tíma litið? „Ég lít á þetta núna sem tímabundið út þetta tímabil. Svo bara sjáum við til hvað verður í vor. Hvort það sé áhugi hjá mér eða stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka á því að halda þessu samstarfi áfram.“
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti