Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. febrúar 2024 22:28 Afturelding vann góðan sigur í kvöld. vísir/hulda margrét Í kvöld hófst Olís-deild karla á nýjan leik eftir hlé vegna Evrópumótsins í handbolta. Afturelding sigraði Fram að Varmá, 30-26, í leik sem heimamenn voru með yfirhöndina allan tímann. Það var smá ryð í mönnum í byrjun leiks þar sem fyrstu tvær sóknir leiksins fóru algjörlega í vaskinn. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en Framarar fylgdu því eftir og komust í forystu í upphafi leiks, 2-3. Heimamenn voru fljótir að snúa leiknum við og voru komnir með þriggja marka forystu eftir um stundarfjórðungs leik, 7-4. Héldu Mosfellingar undirtökunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins án þess að Framara næðu að gera almennilega atlögu að forystu þeirra. Staðan 15-12 í hálfleik fyrir Aftureldingu. Framarar hófu síðari hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn niður í eitt mark á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiksins. Þá fór allt í baklás í sóknarleik Framara og Mosfellingar gengu á lagið og komu sér í þægilega stöðu. Staðan 21-16 eftir 40 mínútur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé sem breytti litlu. Heimamenn héldu vel í forystuna og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur, eins og áður segir, 30-26. Af hverju vann Afturelding? Heimamenn buðu upp á nokkuð heilsteypta frammistöðu í kvöld á báðum endum vallarins sem á endanum skóp sigurinn. Liðið missti aldrei móðinn þrátt fyrir nokkur áhlaup Framara. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson, skytta Aftureldingar, átti frábæra endurkomu í kvöld en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október. Birgir Steinn skoraði sjö mörk í kvöld líkt og samherji sinn Þorsteinn Leó Gunnarsson sem var frábær í fyrri hálfleik. Hjá Fram var Reynir Þór Stefánsson bestur en hann virtist vera sá eini sem tók ábyrgð í sóknarleik Framara í leiknum þegar á móti blés. Reynir endaði með tíu mörk úr 19 skotum. Lárus Helgi í marki Fram átti fínan leik og varði til að mynda þrjú víti. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram í síðari hálfleik var mjög dapur á löngum köflum sem var á endanum það sem skildi liðin að. Hvað gerist næst? Framarar fá Valsara í heimsókn á þriðjudaginn klukkan 19:30 og sólarhring síðar mun Afturelding etja kappi við HK í Kórnum. Gunnar Magnússon: Maður er alltaf smá óöruggur eftir svona pásu Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Góður sigur í fyrsta leik eftir langa pásu. Maður er alltaf smá óöruggur eftir svona pásu en mér fannst við koma gíraðir í þetta og ná frumkvæði í leiknum í byrjun og héldum í það allan tímann. Mér fannst Lárus Helgi halda þeim aðeins inn í leiknum í fyrri hálfleik en annars bara nokkuð góður sigur á sterku liði Fram. Gott að byrja þetta á sigri,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Sóknarleikurinn var köflóttur. Margir góðir kaflar en svo komu inn á milli kaflar þar sem við misstum aðeins niður. Varnarleikurinn í seinni hálfleik samt mjög góður.“ Gunnar var mjög ánægður með innkomu Birgis Steins. „Hann getur spilað allar stöðurnar fyrir utan og við erum bara búnir að sakna hans, langt síðan hann var með síðast. Við erum núna með fleiri vopn í staðinn eftir endurkomu hans.“ Að lokum tjáði Gunnar blaðamanni það að ástæða þess af hverju Igor Kopishinsky var ekki með í kvöld var vegna veikinda. Olís-deild karla Afturelding Fram Tengdar fréttir Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. 1. febrúar 2024 21:44
Í kvöld hófst Olís-deild karla á nýjan leik eftir hlé vegna Evrópumótsins í handbolta. Afturelding sigraði Fram að Varmá, 30-26, í leik sem heimamenn voru með yfirhöndina allan tímann. Það var smá ryð í mönnum í byrjun leiks þar sem fyrstu tvær sóknir leiksins fóru algjörlega í vaskinn. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en Framarar fylgdu því eftir og komust í forystu í upphafi leiks, 2-3. Heimamenn voru fljótir að snúa leiknum við og voru komnir með þriggja marka forystu eftir um stundarfjórðungs leik, 7-4. Héldu Mosfellingar undirtökunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins án þess að Framara næðu að gera almennilega atlögu að forystu þeirra. Staðan 15-12 í hálfleik fyrir Aftureldingu. Framarar hófu síðari hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn niður í eitt mark á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiksins. Þá fór allt í baklás í sóknarleik Framara og Mosfellingar gengu á lagið og komu sér í þægilega stöðu. Staðan 21-16 eftir 40 mínútur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé sem breytti litlu. Heimamenn héldu vel í forystuna og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur, eins og áður segir, 30-26. Af hverju vann Afturelding? Heimamenn buðu upp á nokkuð heilsteypta frammistöðu í kvöld á báðum endum vallarins sem á endanum skóp sigurinn. Liðið missti aldrei móðinn þrátt fyrir nokkur áhlaup Framara. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson, skytta Aftureldingar, átti frábæra endurkomu í kvöld en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október. Birgir Steinn skoraði sjö mörk í kvöld líkt og samherji sinn Þorsteinn Leó Gunnarsson sem var frábær í fyrri hálfleik. Hjá Fram var Reynir Þór Stefánsson bestur en hann virtist vera sá eini sem tók ábyrgð í sóknarleik Framara í leiknum þegar á móti blés. Reynir endaði með tíu mörk úr 19 skotum. Lárus Helgi í marki Fram átti fínan leik og varði til að mynda þrjú víti. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram í síðari hálfleik var mjög dapur á löngum köflum sem var á endanum það sem skildi liðin að. Hvað gerist næst? Framarar fá Valsara í heimsókn á þriðjudaginn klukkan 19:30 og sólarhring síðar mun Afturelding etja kappi við HK í Kórnum. Gunnar Magnússon: Maður er alltaf smá óöruggur eftir svona pásu Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Góður sigur í fyrsta leik eftir langa pásu. Maður er alltaf smá óöruggur eftir svona pásu en mér fannst við koma gíraðir í þetta og ná frumkvæði í leiknum í byrjun og héldum í það allan tímann. Mér fannst Lárus Helgi halda þeim aðeins inn í leiknum í fyrri hálfleik en annars bara nokkuð góður sigur á sterku liði Fram. Gott að byrja þetta á sigri,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Sóknarleikurinn var köflóttur. Margir góðir kaflar en svo komu inn á milli kaflar þar sem við misstum aðeins niður. Varnarleikurinn í seinni hálfleik samt mjög góður.“ Gunnar var mjög ánægður með innkomu Birgis Steins. „Hann getur spilað allar stöðurnar fyrir utan og við erum bara búnir að sakna hans, langt síðan hann var með síðast. Við erum núna með fleiri vopn í staðinn eftir endurkomu hans.“ Að lokum tjáði Gunnar blaðamanni það að ástæða þess af hverju Igor Kopishinsky var ekki með í kvöld var vegna veikinda.
Olís-deild karla Afturelding Fram Tengdar fréttir Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. 1. febrúar 2024 21:44
Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. 1. febrúar 2024 21:44
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti