Undrun og reiði meðal vina Diego Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2024 10:42 Diegó er einn frægasti köttur landsins og þarf nú að sætta sig við anddyrið. Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. „Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum. Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
„Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum.
Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira