Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 17:01 Karl Wernersson hefur verið viðloðinn hin ýmsu dómsmál á síðustu árum. Aðsend Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. Þetta segir í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær. Þrotabúið krafðist ógildingar á ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, um að stöðva aðfarargerð gegn félaginu Föxum ehf., sem Jón Hilmar Karlsson eignaðist eftir að Karl, faðir hans, var dæmdur í fangelsi árið 2016. Forsaga málsins er sú að í apríl árið 2022 staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um heimild þrotabús Karls Emils Wernerssonar til riftunar þriggja afsala til handar Faxa ehf. Eignirnar sem um ræðir eru nokkurs virði, þar ber helst að nefna ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu. Ef miðað er við dómkröfur þrotabúsins er húsið ríflega þrjú hundruð milljóna króna virði. Einnig var deilt um einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ og Mercedes Benz bifreið. Sem áður segir var Föxum gert að greiða 150 þúsund krónur á dag ef það afhenti ekki lúxusvilluna í Lucca. Það virðist ekki hafa verið félaginu nægur hvati til afhendingar, þrátt fyrir að áfrýjunarbeiðni félagsins hafi verið hafnað af Hæstarétti. Deildu um dráttarvexti Í úrskurði héraðsdóms segir að þrotabúið hafi kvaðið Faxa hafa, þann 2. júní 2022, greitt áfallnar dagsektir til og með þeim degi, ásamt áföllnum dráttarvöxtum en frá þeim tíma hafi félagið neitað að greiða dagsektir. Við munnlegan málflutning hafi því verið mótmælt af hálfu félagsins að það hefði nokkurn tímann greitt dráttarvexti á dagsektir og bent á að engin gögn hefðu verið lögð fram til stuðnings þeirri staðhæfingu. Tugmilljóna dagsektir Samkvæmt gögnum málins hafi Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu þann 15. desember 2022 tekið fyrir aðfararbeiðni þar sem þrotabúið krafðist þess að gert yrði fjárnám hjá Föxum fyrir ógreiddum dagsektum, 150.000 krónur í 162 daga, samtals 24.340.000 krónur, auk áfallandi dráttarvaxta og kostnaðar. Gerðinni hafi lokið með því að fjárnám var gert í tiltekinni eign sem félagið benti á. Í kjölfarið hafi þrotabúið óskað eftir nauðungarsölu á eigninni og félagið hafi þá greitt ógreiddar dagsektir til og með 11. nóvember 2022. Frá þeim tíma hafi félagið ekki greitt áfallnar dagsektir á grundvelli dóms Landsréttar. Með aðfararbeiðni 28. mars 2023 hafi þrotabúið krafist fjárnáms fyrir ógreiddum dagsektum frá 12. nóvember 2022, það er 150.000 krónum í 137 daga eða 20.550.000 krónum, auk áfallinna dráttarvaxta og kostnaðar. Sýslumaður hafi tekið þá aðfararbeiðni fyrir í fyrsta skipti þann 2. júní 2023. Óumdeilt sé að áður en beiðnin var tekin fyrir hjá sýslumanni hafi Faxar greitt höfuðstól kröfunnar, eins og fram komi í endurriti gerðarbókar sýslumanns. Þannig hafi Faxar greitt alls 44,89 milljónir króna í dagsektir í stað þess að afhenda húsið í Lucca. Félagið hafi krafist þess að sýslumaður stöðvaði gerðina þar sem krafan hefði verið greidd. Þrotabúið hafi hins vegar krafist þess að gerðin næði fram að ganga, enda væri dráttarvaxtakrafa samkvæmt aðfararbeiðni enn ógreidd og því hefði félagið ekki greitt skuld sína upp að fullu. Fulltrúi sýslumanns hafi frestað gerðinni til 8. júní 2023 en þann dag hafi verið ákveðið að stöðva gerðina. Engin heimild til heimtu dráttarvaxta af dagsektum Í niðurstöðu héraðsdóms segir að aðfararheimild verði ekki gefið annað og rýmra inntak en hún ber skýrlega með sér. Í dómsorði Landsréttar sé þess hvergi getið að dagsektir sem þar er kveðið á um skyldu bera dráttarvexti, enda hafi slík krafa ekki verið höfð uppi í stefnu. Verð krafa þrotabúsins um fjárnám vegna kröfu um dráttarvexti af áföllnum dagsektum því ekki reist á þeirri aðfararheimild. Þá verði ekki séð að fyrir hendi sé lagaheimild fyrir því að dagsektir, sem dæmdar hafa verið á grundvelli laga um meðferð einkamála, skuli bera dráttarvexti eftir því sem þær falla á og innheimtast, óháð því hvort krafa hafi verið um það gerð og um hana fjallað í dómsmáli. Þar sem óumdeilt sé að áfallnar dagsektir höfðu verið að fullu greiddar þegar sýslumaður tók aðfararbeiðni þrotabúsins fyrir, aðfararheimildin sjálf hafi ekki borið með sér að dráttarvextir skyldu leggjast á áfallnar dagsektir og sérstök lagaheimild hafi ekki heldur staðið til þess, hafi sýslumanni verið rétt að stöðva gerðina eins og hann gerði. Þegar af þessum ástæðum verði að hafna öllum kröfum þrotabúsins og fallast á kröfu Faxa um að staðfest verði ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 8.júní 2023, um að stöðva framkvæmd umræddrar aðfarargerðar. Þá var þrotabúinu gert að greiða Föxum 350 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Tengdar fréttir Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær. Þrotabúið krafðist ógildingar á ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, um að stöðva aðfarargerð gegn félaginu Föxum ehf., sem Jón Hilmar Karlsson eignaðist eftir að Karl, faðir hans, var dæmdur í fangelsi árið 2016. Forsaga málsins er sú að í apríl árið 2022 staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um heimild þrotabús Karls Emils Wernerssonar til riftunar þriggja afsala til handar Faxa ehf. Eignirnar sem um ræðir eru nokkurs virði, þar ber helst að nefna ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu. Ef miðað er við dómkröfur þrotabúsins er húsið ríflega þrjú hundruð milljóna króna virði. Einnig var deilt um einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ og Mercedes Benz bifreið. Sem áður segir var Föxum gert að greiða 150 þúsund krónur á dag ef það afhenti ekki lúxusvilluna í Lucca. Það virðist ekki hafa verið félaginu nægur hvati til afhendingar, þrátt fyrir að áfrýjunarbeiðni félagsins hafi verið hafnað af Hæstarétti. Deildu um dráttarvexti Í úrskurði héraðsdóms segir að þrotabúið hafi kvaðið Faxa hafa, þann 2. júní 2022, greitt áfallnar dagsektir til og með þeim degi, ásamt áföllnum dráttarvöxtum en frá þeim tíma hafi félagið neitað að greiða dagsektir. Við munnlegan málflutning hafi því verið mótmælt af hálfu félagsins að það hefði nokkurn tímann greitt dráttarvexti á dagsektir og bent á að engin gögn hefðu verið lögð fram til stuðnings þeirri staðhæfingu. Tugmilljóna dagsektir Samkvæmt gögnum málins hafi Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu þann 15. desember 2022 tekið fyrir aðfararbeiðni þar sem þrotabúið krafðist þess að gert yrði fjárnám hjá Föxum fyrir ógreiddum dagsektum, 150.000 krónur í 162 daga, samtals 24.340.000 krónur, auk áfallandi dráttarvaxta og kostnaðar. Gerðinni hafi lokið með því að fjárnám var gert í tiltekinni eign sem félagið benti á. Í kjölfarið hafi þrotabúið óskað eftir nauðungarsölu á eigninni og félagið hafi þá greitt ógreiddar dagsektir til og með 11. nóvember 2022. Frá þeim tíma hafi félagið ekki greitt áfallnar dagsektir á grundvelli dóms Landsréttar. Með aðfararbeiðni 28. mars 2023 hafi þrotabúið krafist fjárnáms fyrir ógreiddum dagsektum frá 12. nóvember 2022, það er 150.000 krónum í 137 daga eða 20.550.000 krónum, auk áfallinna dráttarvaxta og kostnaðar. Sýslumaður hafi tekið þá aðfararbeiðni fyrir í fyrsta skipti þann 2. júní 2023. Óumdeilt sé að áður en beiðnin var tekin fyrir hjá sýslumanni hafi Faxar greitt höfuðstól kröfunnar, eins og fram komi í endurriti gerðarbókar sýslumanns. Þannig hafi Faxar greitt alls 44,89 milljónir króna í dagsektir í stað þess að afhenda húsið í Lucca. Félagið hafi krafist þess að sýslumaður stöðvaði gerðina þar sem krafan hefði verið greidd. Þrotabúið hafi hins vegar krafist þess að gerðin næði fram að ganga, enda væri dráttarvaxtakrafa samkvæmt aðfararbeiðni enn ógreidd og því hefði félagið ekki greitt skuld sína upp að fullu. Fulltrúi sýslumanns hafi frestað gerðinni til 8. júní 2023 en þann dag hafi verið ákveðið að stöðva gerðina. Engin heimild til heimtu dráttarvaxta af dagsektum Í niðurstöðu héraðsdóms segir að aðfararheimild verði ekki gefið annað og rýmra inntak en hún ber skýrlega með sér. Í dómsorði Landsréttar sé þess hvergi getið að dagsektir sem þar er kveðið á um skyldu bera dráttarvexti, enda hafi slík krafa ekki verið höfð uppi í stefnu. Verð krafa þrotabúsins um fjárnám vegna kröfu um dráttarvexti af áföllnum dagsektum því ekki reist á þeirri aðfararheimild. Þá verði ekki séð að fyrir hendi sé lagaheimild fyrir því að dagsektir, sem dæmdar hafa verið á grundvelli laga um meðferð einkamála, skuli bera dráttarvexti eftir því sem þær falla á og innheimtast, óháð því hvort krafa hafi verið um það gerð og um hana fjallað í dómsmáli. Þar sem óumdeilt sé að áfallnar dagsektir höfðu verið að fullu greiddar þegar sýslumaður tók aðfararbeiðni þrotabúsins fyrir, aðfararheimildin sjálf hafi ekki borið með sér að dráttarvextir skyldu leggjast á áfallnar dagsektir og sérstök lagaheimild hafi ekki heldur staðið til þess, hafi sýslumanni verið rétt að stöðva gerðina eins og hann gerði. Þegar af þessum ástæðum verði að hafna öllum kröfum þrotabúsins og fallast á kröfu Faxa um að staðfest verði ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 8.júní 2023, um að stöðva framkvæmd umræddrar aðfarargerðar. Þá var þrotabúinu gert að greiða Föxum 350 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00