Ættum að vera á pari við hin Norðurlöndin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2024 14:11 Atli Þór Fanndal Ísland hefur aldrei verið eins neðarlega á lista ríkja yfir vísitölu spillingarásýndar Transparency International og mælist með sjötíu og tvö stig af hundrað mögulegum. Ísland missir tvö stig á milli ára og sker sig verulega úr á meðal Norðurlandanna en Danmörk trónir á toppnum og fær hæstu einkunn. Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“ Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“
Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28