Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2024 10:46 Málið varðar ákvörðun lögreglunnar að hætta rannsókn á strokulöxum úr sjókvíeldi í Patreksfirði. Vísir/Arnar Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. Þetta kemur fram í svörum Ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þar kemur jafnframt fram að kærurnar bárust bæði frá einstaklingum og lögpersónum, það er að segja stofnunum, félagasamtökum eða fyrirtækjum. Saksóknari segist að öðru leyti ekki geta gefið upp hverjir kærðu ákvörðunina. Málið varðar það þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Lögregla hóf rannsókn á málinu í kjölfar kæru Matvælastofnunar sem vísaði til laga um fiskeldi og sagði að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því rétt fyrir jól að rannsókninni væri hætt. Í bréfi lögreglustjórans sagði að ekki væri talinn grundvöllur til að halda henni áfram þar sem „gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hafi verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings og sakir séu miklar.“ Greint var frá því í gær að Matvælastofnun hefði kært ákvörðunina. Í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin teldi nauðsynlegt að „rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins.“ Í lok desembermánaðar sagði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, að samtökin hygðust kæra ákvörðunina. Gunnar fullyrti í samtali við fréttastofu að „vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þar kemur jafnframt fram að kærurnar bárust bæði frá einstaklingum og lögpersónum, það er að segja stofnunum, félagasamtökum eða fyrirtækjum. Saksóknari segist að öðru leyti ekki geta gefið upp hverjir kærðu ákvörðunina. Málið varðar það þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Lögregla hóf rannsókn á málinu í kjölfar kæru Matvælastofnunar sem vísaði til laga um fiskeldi og sagði að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því rétt fyrir jól að rannsókninni væri hætt. Í bréfi lögreglustjórans sagði að ekki væri talinn grundvöllur til að halda henni áfram þar sem „gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hafi verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings og sakir séu miklar.“ Greint var frá því í gær að Matvælastofnun hefði kært ákvörðunina. Í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin teldi nauðsynlegt að „rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins.“ Í lok desembermánaðar sagði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, að samtökin hygðust kæra ákvörðunina. Gunnar fullyrti í samtali við fréttastofu að „vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53
Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20
Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01