Innlent

Bein út­sending: Ertu ekki farin að vinna?

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16.
Fundurinn hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16. ÖBÍ

„Ertu ekki farin að vinna?“ er yfirskrift málþings kjarahóps og atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka sem hefst klukkan 13 í dag. 

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu að neðan.

Í tilkynningu segir að málþingið taki fyrir virði manneskjunnar óháð þátttöku á vinnumarkaði og (van)mat á framlagi fatlaðs fólks sem ekki geti tekið þátt á vinnumarkaði. 

„Þá verður fjallað um inngildingu í atvinnu og hvernig hún birtist innan og utan vinnumarkaðar og áhrif kerfislægra hindrana fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólks (s.s. tekjuskerðingar). Áhersla verður á fólk með ósýnilegar fatlanir,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá:

  • Ávarp: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
  • Sjónarmið ÖBÍ réttindasamtaka: Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka
  • Virði manneskjunnar handan vinnu: Nanna Hlín Halldórsdóttir, sérfræðingur við Heimspekistofnun HÍ
  • Er vinnan mikilvægari en lífið? – Reynslusaga: Hrönn Stefánsdóttir, formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ
  • Hindranir fyrir atvinnuþátttöku: Anna Margrét Bjarnadóttir, kjarahópi ÖBÍ réttindasamtaka
  • Vitundarvakning okkar allra – Reynslusaga: Kristín Auðbjörnsdóttir, móðir í endurhæfingu
  • Spurt og svarað
  • Kaffihlé
  • Hvað er inngilding í vinnu innan og utan vinnumarkaðar? Stefan C. Hardonk, dósent við HÍ
  • Ég get unnið með skerta starfsgetu – Reynslusaga: Atli Þór Þorvaldsson, viðskiptafræðingur með ósýnilega fötlun
  • Handverkskonur með örorkulífeyri – Reynslusaga: Guðbjörg Kristín og Þóra Eiríksdætur.
  • Er ég bara geðraskanirnar mínar? – Reynslusaga: Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaformaður kjarahóps ÖBÍ og valkyrja.
  • Spurt og svarað
  • Lokaorð: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, fundarstjóri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×