Fyrirliðinn Van Dijk ekki viss hvað framtíðin ber í skauti sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 23:30 Ekki viss hvað gerist næsta sumar. Simon Stacpoole/Getty Images Virgil van Dijk, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segist ekki viss um hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort hann verði áfram hjá félaginu eftir að Jürgen Klopp hættir sem þjálfari liðsins. Stutt er síðan Klopp tilkynnti að hann myndi hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur hinn 32 ára gamli Van Dijk nú sagt að hann sé ekki viss hvað hann geri í framtíðinni. Liverpool festi kaup á hollenska miðverðinum í janúar 2018 fyrir 75 milljónir punda. Núverandi samningur hans rennur út sumarið 2025 svo ætli Liverpool sér að fá eitthvað fyrir leikmanninn þarf að selja hann næsta sumar. „Það er stór spurning, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk aðspurður hvort hann ætlaði sér að vera hluti af næsta tímabili í sögu Liverpool. Samningar Trent Alexander-Arnolds og Mohamed Salah renna einnig út sumarið 2025. Ásamt Klopp þá eru þeir Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos einnig að hætta hjá félaginu. Virgil van Dijk says he is unsure whether he will still be at Liverpool when Jurgen Klopp departs this summer pic.twitter.com/0bTQVk0Lam— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 „Það er svo mikið sem mun breytast. Ég er mjög forvitinn að sjá hvaða stefnu félagið tekur en þegar það verður tilkynnt þá vitum við meira,“ bætti Van Dijk við. Liverpool er sem stendur í fjórum keppnum. Liðið er á toppnum á ensku úrvalsdeildinni, í úrslitum enska deildarbikarsins, 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og enn í ensku bikarkeppninni. „Það verður endirinn á Klopp-tímanum. Ég er enn hluti af honum og vil því ekki tala of mikið um hann. Vonandi náum við þeim árangri sem okkur dreymir um og þegar þar að kemur þá vitum við vonandi meira um hvað félagið vill í framtíðinni, svo tökum við stöðuna.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Klopp er pabbi allrar borgarinnar“ Curtis Jones, leikmaður Liverpool, segir það sorglegar fréttir að Jürgen Klopp sé að hætta með liðið en Liverpool vann 5-2 sigur á Norwich City í ensku bikarkeppninni í gær í fyrsta leiknum eftir tilkynningu Þjóðverjans. 29. janúar 2024 17:17 Gera „Last Dance“ heimildaþætti um Jürgen Klopp Myndavélarnar verða á Jürgen Klopp síðustu mánuðina hans sem knattspyrnustjóri Liverpool og ekki bara þær sem eru á leikjum liðsins. 29. janúar 2024 10:30 „Ekki hugsa meira um mig“ Jurgen Klopp stýrði Liverpool til sigurs í fyrsta leiknum síðan hann tilkynnti starfslok. 28. janúar 2024 18:00 Yfirmaður knattspyrnumála og aðstoðarþjálfarar Liverpool kveðja líka Jorg Schmadtke, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, mun hætta störfum hjá félaginu um leið og félagsskiptaglugginn lokast þann 1. febrúar næstkomandi. Þrír aðstoðarþjálfarar félagsins hafa svo tilkynnt afsögn að þessu tímabili loknu. 27. janúar 2024 13:16 Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Stutt er síðan Klopp tilkynnti að hann myndi hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur hinn 32 ára gamli Van Dijk nú sagt að hann sé ekki viss hvað hann geri í framtíðinni. Liverpool festi kaup á hollenska miðverðinum í janúar 2018 fyrir 75 milljónir punda. Núverandi samningur hans rennur út sumarið 2025 svo ætli Liverpool sér að fá eitthvað fyrir leikmanninn þarf að selja hann næsta sumar. „Það er stór spurning, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk aðspurður hvort hann ætlaði sér að vera hluti af næsta tímabili í sögu Liverpool. Samningar Trent Alexander-Arnolds og Mohamed Salah renna einnig út sumarið 2025. Ásamt Klopp þá eru þeir Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos einnig að hætta hjá félaginu. Virgil van Dijk says he is unsure whether he will still be at Liverpool when Jurgen Klopp departs this summer pic.twitter.com/0bTQVk0Lam— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 „Það er svo mikið sem mun breytast. Ég er mjög forvitinn að sjá hvaða stefnu félagið tekur en þegar það verður tilkynnt þá vitum við meira,“ bætti Van Dijk við. Liverpool er sem stendur í fjórum keppnum. Liðið er á toppnum á ensku úrvalsdeildinni, í úrslitum enska deildarbikarsins, 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og enn í ensku bikarkeppninni. „Það verður endirinn á Klopp-tímanum. Ég er enn hluti af honum og vil því ekki tala of mikið um hann. Vonandi náum við þeim árangri sem okkur dreymir um og þegar þar að kemur þá vitum við vonandi meira um hvað félagið vill í framtíðinni, svo tökum við stöðuna.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Klopp er pabbi allrar borgarinnar“ Curtis Jones, leikmaður Liverpool, segir það sorglegar fréttir að Jürgen Klopp sé að hætta með liðið en Liverpool vann 5-2 sigur á Norwich City í ensku bikarkeppninni í gær í fyrsta leiknum eftir tilkynningu Þjóðverjans. 29. janúar 2024 17:17 Gera „Last Dance“ heimildaþætti um Jürgen Klopp Myndavélarnar verða á Jürgen Klopp síðustu mánuðina hans sem knattspyrnustjóri Liverpool og ekki bara þær sem eru á leikjum liðsins. 29. janúar 2024 10:30 „Ekki hugsa meira um mig“ Jurgen Klopp stýrði Liverpool til sigurs í fyrsta leiknum síðan hann tilkynnti starfslok. 28. janúar 2024 18:00 Yfirmaður knattspyrnumála og aðstoðarþjálfarar Liverpool kveðja líka Jorg Schmadtke, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, mun hætta störfum hjá félaginu um leið og félagsskiptaglugginn lokast þann 1. febrúar næstkomandi. Þrír aðstoðarþjálfarar félagsins hafa svo tilkynnt afsögn að þessu tímabili loknu. 27. janúar 2024 13:16 Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
„Klopp er pabbi allrar borgarinnar“ Curtis Jones, leikmaður Liverpool, segir það sorglegar fréttir að Jürgen Klopp sé að hætta með liðið en Liverpool vann 5-2 sigur á Norwich City í ensku bikarkeppninni í gær í fyrsta leiknum eftir tilkynningu Þjóðverjans. 29. janúar 2024 17:17
Gera „Last Dance“ heimildaþætti um Jürgen Klopp Myndavélarnar verða á Jürgen Klopp síðustu mánuðina hans sem knattspyrnustjóri Liverpool og ekki bara þær sem eru á leikjum liðsins. 29. janúar 2024 10:30
„Ekki hugsa meira um mig“ Jurgen Klopp stýrði Liverpool til sigurs í fyrsta leiknum síðan hann tilkynnti starfslok. 28. janúar 2024 18:00
Yfirmaður knattspyrnumála og aðstoðarþjálfarar Liverpool kveðja líka Jorg Schmadtke, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, mun hætta störfum hjá félaginu um leið og félagsskiptaglugginn lokast þann 1. febrúar næstkomandi. Þrír aðstoðarþjálfarar félagsins hafa svo tilkynnt afsögn að þessu tímabili loknu. 27. janúar 2024 13:16
Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41