Hætt á Instagram eftir fullyrðingar um lýtaaðgerðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 12:37 Erin Moriarty segist miður sín yfir umræðunni um útlit hennar. Chelsea Guglielmino/Getty Images Bandaríska leikkonan Erin Moriarty er hætt á Instagram og gagnrýnir fréttakonuna Megyn Kelly harðlega vegna dylgna hennar um að Moriarty hafi gengist undir lýtaaðgerðir. Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni: Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira
Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni:
Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira