Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2024 08:00 Kristján Gíslason hefur heldur betur kynnst heiminum eftir að hann settist á mótorhjólið sextugur. Kristján Gíslason segist hafa lært að fólk sé gott og heimurinn sé fallegur staður eftir að hafa farið einn á mótorhjóli hringinn í kringum hnöttinn og svo í gegnum alla Afríku. Kristján, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist gjörbreyttur maður eftir að hafa flakkað um allan heim einn síns liðs á mótorhjólinu. „Afríka er í mínum huga stórbrotnasta heimsálfan og ég er breyttur maður eftir að hafa ferðast yfir alla Afríku. Einn stærsti lærdómurinn er að hafa uppgötvað að ég væri fordómafullur maður og hvað ég hafði brenglaða mynd af heiminum áður en ég fór af stað. Ég upplifði gríðarlega hjálpsemi og kærleika hvert sem ég kom,“ segir Kristján, sem var ekki langt kominn í Afríkureisunni þegar hann þurfti að henda öllum sínum plönum til hliðar. Siglt út á litla eyju í Níl „Ég hafði planað að fara í gegnum Súdan eftir að ég fór yfir landamæri Egyptalands. Ég skipulegg mig vel áður en ég fer af stað og taldi mig vera búinn að kynna mér allt býsna vel. Ég vissi að það hefði oft verið slæmt ástand í Súdan, en ákvað samt að láta bara vaða. En ég var ekki búinn að vera lengi í landinu þegar ég fór að taka eftir því að það voru engir bílar á vegunum í eyðimörkinni og smám saman fóru að renna á mig tvær grímur. Það var ekki bíl að sjá og ég var bara með 10 lítra af vatni og hitinn fór yfir 50 stig. Þessi fyrsti dagur í Súdan endaði svo með því að ég kem að vegatálma sem uppreisnarmenn höfðu sett upp og mér var aftrað í því að halda áfram. Þá kemur á daginn að það byrjaði stjórnarbylting í landinu þennan sama dag og ástandið var orðið mjög ótryggt. Ég enda þarna í einhverri lítilli byggð þar sem voru einhverjir moldarkofar. Þar var mér tjáð að ég væri ekki öruggur á þessu svæði og gæti heldur ekki farið til baka. Á endanum er mér siglt út á litla eyju í ánni Níl á pramma, þar sem fjölskylda sem bjó á eyjunni skaut yfir mig skjólshúsi. Mér var tjáð að ég mætti reikna með að þurfa að vera á þessarri eyju í allavega þrjá mánuði,“ segir Kristján og heldur áfram: „Þarna var ég algjörlega sambandslaus við umheiminn, læstur inni í Súdan og einu upplýsingarnar voru áróður frá stjórnvöldum í útvarpinu. Ég vissi ekki hvort það væri að brjótast út stríð eða hvað væri í gangi. En svo berast fréttir um að það sé búið að opna aftur landamærastöðina til Egyptalands, svo að ég brunaði af stað og keyrði svo hratt að mótorhjólið endaði á að gefa sig. Það var mjög skrýtin lífsreynsla að vera þarna fastur og gjörsamlega ósjálfbjarga og þurfa að treysta í einu og öllu á þessa fjölskyldu sem hýsti mig. Hitinn yfir nóttina var óbærilegur og vökvaskorturinn var orðinn mikill líka. Ég þornaði svo mikið upp að tungan festist í gómnum. Mér skilst að lamb sé hægeldað í fimmtíu gráðum, þannig að mér leið eiginlega eins og það væri verið að elda mig.“ Ákveðin fífldirfska Kristján segist enn eiga erfitt með að ræða um fjölskylduna sem hýsti hann án þess að verða meyr og hreinlega klökkna. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu mikla hjálpsemi ég upplifði. Að vera staddur í miðjum átökum og vita ekki neitt, algjörlega sambandslaus og fá þetta öryggi frá bláókunnugu fólki er eitthvað sem er erfitt að færa í orð. Ég klökkna bara ennþá þegar ég hugsa um þessa fjölskyldu.“ Óvæntum ævintýrum Kristjáns í Afríku var hvergi lokið og hann endaði í annarri stjórnarbyltingu í Eþíópíu. Þá gerði hann hlé á ferðalaginu, en endaði svo á að þræða alla Afríku einn síns liðs á mótorhjólinu. Hann hefur nú ferðast um allan heim á mótorhjólinu og segist sjá heiminn í algjörlega nýju ljósi eftir öll ævintýrin. „Ég var orðinn nærri sextugur þegar ég settist í fyrsta skipti á mótorhjól og hef margoft verið spurður hvað maður á mínum aldri sé að gera aleinn flakkandi á mótorhjóli um heimshluta sem fæstir heimsækja. Svarið er að mig langaði alltaf að eiga ævintýraár áður en ég yrði of gamall fyrir það. Auðvitað sé ég það eftir á að það var ákveðin fifldirfska að fara einn á alla þessa staði með ekki meiri reynslu á hjólinu. En ég hef átt ár lífs míns og er gríðarlega þakklátur fyrir það sem ég hef lært á þessum ferðalögum. Það að upplifa alla þessa gleði, hamingju og einfaldleika í sumum af fátækustu héruðum þessa heims er eitthvað sem breytir manni sem manneskju. Það sem ég hef lært er að heimurinn er ekki jafnslæmur og maður myndi halda út frá umfjöllun fjölmiðla. Ég hef nær alls staðar upplifað ótrúlega hjálpsemi, samheldni, kærleika og hreina manngæsku. Stærsta lexían er að fólk er gott. Í raun er 99% af fólki sem ég hef hitt um allan heim ekki bara gott, það er frábært.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Kristján og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Ferðalög Súdan Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir frá hringferð um hnöttinn, ræða kosningar, KSÍ og vinnumarkaðinn Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi dagsins. Meðal ananrs verður rætt við verkefni á vinnumarkaði, kosningarnar, KSÍ og fleira. 3. október 2021 09:31 Kristján fyrstur í kringum hnöttinn einn á mótorhjóli: „Þetta var ferðalag lífs míns“ „Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. 6. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Afríka er í mínum huga stórbrotnasta heimsálfan og ég er breyttur maður eftir að hafa ferðast yfir alla Afríku. Einn stærsti lærdómurinn er að hafa uppgötvað að ég væri fordómafullur maður og hvað ég hafði brenglaða mynd af heiminum áður en ég fór af stað. Ég upplifði gríðarlega hjálpsemi og kærleika hvert sem ég kom,“ segir Kristján, sem var ekki langt kominn í Afríkureisunni þegar hann þurfti að henda öllum sínum plönum til hliðar. Siglt út á litla eyju í Níl „Ég hafði planað að fara í gegnum Súdan eftir að ég fór yfir landamæri Egyptalands. Ég skipulegg mig vel áður en ég fer af stað og taldi mig vera búinn að kynna mér allt býsna vel. Ég vissi að það hefði oft verið slæmt ástand í Súdan, en ákvað samt að láta bara vaða. En ég var ekki búinn að vera lengi í landinu þegar ég fór að taka eftir því að það voru engir bílar á vegunum í eyðimörkinni og smám saman fóru að renna á mig tvær grímur. Það var ekki bíl að sjá og ég var bara með 10 lítra af vatni og hitinn fór yfir 50 stig. Þessi fyrsti dagur í Súdan endaði svo með því að ég kem að vegatálma sem uppreisnarmenn höfðu sett upp og mér var aftrað í því að halda áfram. Þá kemur á daginn að það byrjaði stjórnarbylting í landinu þennan sama dag og ástandið var orðið mjög ótryggt. Ég enda þarna í einhverri lítilli byggð þar sem voru einhverjir moldarkofar. Þar var mér tjáð að ég væri ekki öruggur á þessu svæði og gæti heldur ekki farið til baka. Á endanum er mér siglt út á litla eyju í ánni Níl á pramma, þar sem fjölskylda sem bjó á eyjunni skaut yfir mig skjólshúsi. Mér var tjáð að ég mætti reikna með að þurfa að vera á þessarri eyju í allavega þrjá mánuði,“ segir Kristján og heldur áfram: „Þarna var ég algjörlega sambandslaus við umheiminn, læstur inni í Súdan og einu upplýsingarnar voru áróður frá stjórnvöldum í útvarpinu. Ég vissi ekki hvort það væri að brjótast út stríð eða hvað væri í gangi. En svo berast fréttir um að það sé búið að opna aftur landamærastöðina til Egyptalands, svo að ég brunaði af stað og keyrði svo hratt að mótorhjólið endaði á að gefa sig. Það var mjög skrýtin lífsreynsla að vera þarna fastur og gjörsamlega ósjálfbjarga og þurfa að treysta í einu og öllu á þessa fjölskyldu sem hýsti mig. Hitinn yfir nóttina var óbærilegur og vökvaskorturinn var orðinn mikill líka. Ég þornaði svo mikið upp að tungan festist í gómnum. Mér skilst að lamb sé hægeldað í fimmtíu gráðum, þannig að mér leið eiginlega eins og það væri verið að elda mig.“ Ákveðin fífldirfska Kristján segist enn eiga erfitt með að ræða um fjölskylduna sem hýsti hann án þess að verða meyr og hreinlega klökkna. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu mikla hjálpsemi ég upplifði. Að vera staddur í miðjum átökum og vita ekki neitt, algjörlega sambandslaus og fá þetta öryggi frá bláókunnugu fólki er eitthvað sem er erfitt að færa í orð. Ég klökkna bara ennþá þegar ég hugsa um þessa fjölskyldu.“ Óvæntum ævintýrum Kristjáns í Afríku var hvergi lokið og hann endaði í annarri stjórnarbyltingu í Eþíópíu. Þá gerði hann hlé á ferðalaginu, en endaði svo á að þræða alla Afríku einn síns liðs á mótorhjólinu. Hann hefur nú ferðast um allan heim á mótorhjólinu og segist sjá heiminn í algjörlega nýju ljósi eftir öll ævintýrin. „Ég var orðinn nærri sextugur þegar ég settist í fyrsta skipti á mótorhjól og hef margoft verið spurður hvað maður á mínum aldri sé að gera aleinn flakkandi á mótorhjóli um heimshluta sem fæstir heimsækja. Svarið er að mig langaði alltaf að eiga ævintýraár áður en ég yrði of gamall fyrir það. Auðvitað sé ég það eftir á að það var ákveðin fifldirfska að fara einn á alla þessa staði með ekki meiri reynslu á hjólinu. En ég hef átt ár lífs míns og er gríðarlega þakklátur fyrir það sem ég hef lært á þessum ferðalögum. Það að upplifa alla þessa gleði, hamingju og einfaldleika í sumum af fátækustu héruðum þessa heims er eitthvað sem breytir manni sem manneskju. Það sem ég hef lært er að heimurinn er ekki jafnslæmur og maður myndi halda út frá umfjöllun fjölmiðla. Ég hef nær alls staðar upplifað ótrúlega hjálpsemi, samheldni, kærleika og hreina manngæsku. Stærsta lexían er að fólk er gott. Í raun er 99% af fólki sem ég hef hitt um allan heim ekki bara gott, það er frábært.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Kristján og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Ferðalög Súdan Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir frá hringferð um hnöttinn, ræða kosningar, KSÍ og vinnumarkaðinn Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi dagsins. Meðal ananrs verður rætt við verkefni á vinnumarkaði, kosningarnar, KSÍ og fleira. 3. október 2021 09:31 Kristján fyrstur í kringum hnöttinn einn á mótorhjóli: „Þetta var ferðalag lífs míns“ „Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. 6. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Segir frá hringferð um hnöttinn, ræða kosningar, KSÍ og vinnumarkaðinn Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi dagsins. Meðal ananrs verður rætt við verkefni á vinnumarkaði, kosningarnar, KSÍ og fleira. 3. október 2021 09:31
Kristján fyrstur í kringum hnöttinn einn á mótorhjóli: „Þetta var ferðalag lífs míns“ „Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. 6. nóvember 2018 11:30