Sinner er 22 ára gamll Ítali og var að spila sinn fyrsta úrslitaleik á risamóti. Hann lenti í brasi í byrjun og Medvedev leiddi með tveimur settum. Sinner tókst að snúa gengi sínu við og vann að endingu með einu stigi, 142-141, eftir fjögurra klukkustunda leik.
Tap Medvedev gerði hann að fyrsta tenniskappa sögunnar til að tapa tveimur úrslitaleikjum á risamóti eftir að hafa leitt með tveimur settum í upphafi. Í heildina hefur hann tapað fimm úrslitaleikjum á risamóti og unnið einn.
Þetta var í fyrsta sinn í 10 ár sem hvorki Rafael Nadal, Roger Federer eða Novak Djokovic unnu opna ástralska risamótið. Sinner sló Djokovic úr leik í undanúrslitum í gær.
Sinner varð sömuleiðis fyrsti Ítalinn í 48 ár til að vinna risamót. Adriano Pannata gerði það síðast á opna franska meistaramótinu 1976.
Jannik Sinner falls to the floor after winning his 1st Grand Slam.
— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 28, 2024
He waves to the crowd & puts his hand over his heart.
He climbs up to hug the people who’ve been by his side through thick & thin
We’ve just witnessed the making of a champion. 🇮🇹🥹
pic.twitter.com/PE6rhg4NhN
Jannik Sinner er sannarlega nafn til að leggja á minnið. Ítalinn ungi hefur unnið Novak Djokovic í þremur af síðustu fjórum viðureignum þeirra, hann fagnaði fyrsta risamótstitlinum í dag og hefur unnið fjögur önnur mót síðan í júlí 2023.