Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 13:43 Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir mikilvægt að utanríkismálanefnd verði upplýst um á hvaða grundvelli ákvörðun var tekin um að fresta greiðslum Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna. Yfirmaður stofnunarinnar hefur kallað eftir því að slíkar ákvarðanir verði dregnar til baka. Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira