Scholz varar við fjölgun í nýnasistahreyfingum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. janúar 2024 10:38 Minningardagur helfararinnar er haldinn 27. janúar ár hvert. EPA Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur lýst yfir áhyggjum af uppgangi öfgahægristefnu í landinu. Minningardagur helfararinnar var haldinn í gær og í ávarpi sínu varaði hann við fjölgun í nýnasistahreyfingum í Þýskalandi. Liðin eru 79 ár síðan sovéskir hermenn frelsuðu gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista þann 27. janúar 1945. Þúsundir manna mótmæltu öfgahægrihreyfingum, sér í lagi öfgahægriflokknum AfD, víða um Þýskaland á minningardeginum. Mótmælin koma í kjölfar nýrrar og öfgakenndrar innflytjendastefnu stjórnmálaflokksins AfD. Í henni felst fjöldabrottvísun þýskra ríkisborgara af erlendum uppruna. Rökræður um hvort banna eigi stjórnmálahreyfingar sem tileinka sér öfgahægristefnu hafa síðan þá gengið á. Í ávarpi sínu á minningardegi helfararinnar í gær sagði Scholz tilkynningum um nýnasistahreyfingar og spjallþræði þeirra fara fjölgandi. Og á sama tíma hljóti hægri sinnaðar popúlistahreyfingar síaukið fylgi, sem ýti undir ótta og hatur. „En þessi þróun er ekki eitthvað sem við getum tekið í sátt,“ sagði Scholz og biðlaði til Þjóðverja að standa saman gegn öfgahægrinu og vernda þýska lýðræðið. Þá fagnaði hann tímamótaúrskurði stjórnlagadómstóls Þýskalands sem kveðinn var upp á miðvikudag. Í honum felst að skera niður fjárframlög til öfgahægriflokksins Die Heimat. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem dómstóllinn framkvæmir slíkan niðurskurð til stjórnmálaflokks án þess að leggja niður flokkinn. Mótmælendur gegn öfgahægrihreyfingunum binda vonir við að úrskurðurinn verði til þess að fylgi AfD hjaðni, en það er komið upp í tuttugu prósent á landsvísu í Þýskalandi. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í júní á þessu ári. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Liðin eru 79 ár síðan sovéskir hermenn frelsuðu gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista þann 27. janúar 1945. Þúsundir manna mótmæltu öfgahægrihreyfingum, sér í lagi öfgahægriflokknum AfD, víða um Þýskaland á minningardeginum. Mótmælin koma í kjölfar nýrrar og öfgakenndrar innflytjendastefnu stjórnmálaflokksins AfD. Í henni felst fjöldabrottvísun þýskra ríkisborgara af erlendum uppruna. Rökræður um hvort banna eigi stjórnmálahreyfingar sem tileinka sér öfgahægristefnu hafa síðan þá gengið á. Í ávarpi sínu á minningardegi helfararinnar í gær sagði Scholz tilkynningum um nýnasistahreyfingar og spjallþræði þeirra fara fjölgandi. Og á sama tíma hljóti hægri sinnaðar popúlistahreyfingar síaukið fylgi, sem ýti undir ótta og hatur. „En þessi þróun er ekki eitthvað sem við getum tekið í sátt,“ sagði Scholz og biðlaði til Þjóðverja að standa saman gegn öfgahægrinu og vernda þýska lýðræðið. Þá fagnaði hann tímamótaúrskurði stjórnlagadómstóls Þýskalands sem kveðinn var upp á miðvikudag. Í honum felst að skera niður fjárframlög til öfgahægriflokksins Die Heimat. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem dómstóllinn framkvæmir slíkan niðurskurð til stjórnmálaflokks án þess að leggja niður flokkinn. Mótmælendur gegn öfgahægrihreyfingunum binda vonir við að úrskurðurinn verði til þess að fylgi AfD hjaðni, en það er komið upp í tuttugu prósent á landsvísu í Þýskalandi. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í júní á þessu ári.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira