Luton áfram eftir hádramatískan sigur á meðan Brighton skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 17:16 Luton Town er komið áfram eftir sigur í Guttagarði. Alex Livesey/Getty Images Luton Town er komið áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir hádramatískan útisigur á Everton þar sem sigurmarkið kom í blálok uppbótartíma. Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira
Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira
Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29