Áhersla tjónaskrárinnar verði á alvarlegustu brotin Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2024 12:58 Róbert Spanó, lögmaður, leiðir vinnu stjórnar tjónaskrárinnar. Vísir/EPA Róbert Spanó var á þessu ári kjörinn í stjórn alþjóðlegrar tjónaskrár fyrir Úkraínu sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Gert er ráð fyrir því að nefndin starfi í það minnsta í þrjú ár. „Ég leiði þetta starf. Þetta er sögulegt verkefni og við erum að byrja okkar vinnu. Hugmyndin er sú að tjónaskráin setji umgjörð utan um söfnun beiðna eða krafna af hálfu þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni í Úkraínu vegna stríðsaðgerða Rússland.“ „Við erum núna að vinna í því að búa til reglur um inntöku þessara beiðna og áherslan verður þá á alvarlegustu brotin. Brot sem hafa í för með sér mannslát, brot sem snúa að illri meðferð. Þessi alvarlegustu mannréttindabrot sem um er að ræða.“ Róbert segir að opnað verði fyrir móttöku beiðna á þessu ári. „Það er gríðarlega stórt verkefni og krefst gríðarlegrar þekkingu og kunnáttu. Til þess að gera það með þeim hætti að tjónaskráin verði aðgengileg, að kröfurnar sem settar eru fram, að upplýsingar sem þurf aða fylgja og svo framvegis, séu skýrar.“ „Tjónaskráin er fyrsta skrefið í átt að réttlæti fyrir þá sem hafa orðið fyrir þessum stríðsaðgerðum. Vegna þess að í framhaldinu af vinnu tjónaskrárinnar á að segja á laggirnar dómstól eða nefnd sem mun taka afstöðu til hverrar tjónakröfu fyrir sig.“ Umfangið verulegt Róbert segir að hlutverk nefndarinnar sé því að safna kröfunum, fara yfir þær og búa þannig í haginn að hægt sé að tryggja að þau sem hafi orðið fyrir tjóni fái fyrir það bætur. Hann segir umfangið líklega verulegt. „Ég myndi telja ljóst að beiðnir verði í milljónum talið. Það er mjög óljóst á þessu stigi hvernig þær mun flokkast en það er alveg víst að þær munu hlaupa á milljónum.“ Er það ekkert yfirþyrmandi? „Ég var forseti Mannréttindadómstóls Evrópu sem er dómstóll sem hefur lögsögu upp á 700 til 800 milljón manns og með 80 til 90 þúsund mál á hverjum tíma. Þetta er um 700 manna dómstóll. Ég var forseti þegar farsóttin geisaði og þegar stríðið gegn Úkraínu hófst. Það var að mörgu leyti yfirþyrmandi en miðað við þá reynslu þá sé ég fyrir mér að þetta gangi. En þetta verður mjög erfitt verkefni.“ Róbert segir ómögulegt að vita hversu lengi nefndin verður að störfum en til að byrja með sé gert ráð fyrir þremur árum. „Þetta snýst að verulegu leyti um pólitískan vilja. Það er nú ekki oft sem maður vill hrósa stjórnmálamönnum en íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gífurlega vel í þessu sambandi. Núverandi ríkisstjórn hefur virkilega vel staðið að þessu. Tjónaskráin og hugmyndin að henni varð til og var samþykkt á Reykjavíkurfundi Evrópuráðsins í maí,“ segir Róbert og að hugmyndin hafi að miklu leyti með stuðningi íslenskra stjórnvalda. Utanríkismál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Sagði frið ekki nást án réttlætis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 13. desember 2023 12:53 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Undirrituðu yfirlýsingu um skráningu þess tjóns sem Rússar hafa valdið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, undirrituðu í morgun yfirlýsingu um að Evrópuráðið skrásetji það tjón sem Rússar hafi valdið og eru að valda í Úkraínu. 17. maí 2023 08:40 „Mitt hlutverk að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri“ Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir ábyrgð fyrirtækja á einkamarkaði hafa breyst mikið síðastliðin ár. Kröfur neytenda séu meiri og háværari um til dæmis sjálfbærni. Hugtakið um sjálfbærni hafi svo einnig víkkað og taki nú einnig til mannréttinda. 24. janúar 2024 07:41 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
„Ég leiði þetta starf. Þetta er sögulegt verkefni og við erum að byrja okkar vinnu. Hugmyndin er sú að tjónaskráin setji umgjörð utan um söfnun beiðna eða krafna af hálfu þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni í Úkraínu vegna stríðsaðgerða Rússland.“ „Við erum núna að vinna í því að búa til reglur um inntöku þessara beiðna og áherslan verður þá á alvarlegustu brotin. Brot sem hafa í för með sér mannslát, brot sem snúa að illri meðferð. Þessi alvarlegustu mannréttindabrot sem um er að ræða.“ Róbert segir að opnað verði fyrir móttöku beiðna á þessu ári. „Það er gríðarlega stórt verkefni og krefst gríðarlegrar þekkingu og kunnáttu. Til þess að gera það með þeim hætti að tjónaskráin verði aðgengileg, að kröfurnar sem settar eru fram, að upplýsingar sem þurf aða fylgja og svo framvegis, séu skýrar.“ „Tjónaskráin er fyrsta skrefið í átt að réttlæti fyrir þá sem hafa orðið fyrir þessum stríðsaðgerðum. Vegna þess að í framhaldinu af vinnu tjónaskrárinnar á að segja á laggirnar dómstól eða nefnd sem mun taka afstöðu til hverrar tjónakröfu fyrir sig.“ Umfangið verulegt Róbert segir að hlutverk nefndarinnar sé því að safna kröfunum, fara yfir þær og búa þannig í haginn að hægt sé að tryggja að þau sem hafi orðið fyrir tjóni fái fyrir það bætur. Hann segir umfangið líklega verulegt. „Ég myndi telja ljóst að beiðnir verði í milljónum talið. Það er mjög óljóst á þessu stigi hvernig þær mun flokkast en það er alveg víst að þær munu hlaupa á milljónum.“ Er það ekkert yfirþyrmandi? „Ég var forseti Mannréttindadómstóls Evrópu sem er dómstóll sem hefur lögsögu upp á 700 til 800 milljón manns og með 80 til 90 þúsund mál á hverjum tíma. Þetta er um 700 manna dómstóll. Ég var forseti þegar farsóttin geisaði og þegar stríðið gegn Úkraínu hófst. Það var að mörgu leyti yfirþyrmandi en miðað við þá reynslu þá sé ég fyrir mér að þetta gangi. En þetta verður mjög erfitt verkefni.“ Róbert segir ómögulegt að vita hversu lengi nefndin verður að störfum en til að byrja með sé gert ráð fyrir þremur árum. „Þetta snýst að verulegu leyti um pólitískan vilja. Það er nú ekki oft sem maður vill hrósa stjórnmálamönnum en íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gífurlega vel í þessu sambandi. Núverandi ríkisstjórn hefur virkilega vel staðið að þessu. Tjónaskráin og hugmyndin að henni varð til og var samþykkt á Reykjavíkurfundi Evrópuráðsins í maí,“ segir Róbert og að hugmyndin hafi að miklu leyti með stuðningi íslenskra stjórnvalda.
Utanríkismál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Sagði frið ekki nást án réttlætis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 13. desember 2023 12:53 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Undirrituðu yfirlýsingu um skráningu þess tjóns sem Rússar hafa valdið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, undirrituðu í morgun yfirlýsingu um að Evrópuráðið skrásetji það tjón sem Rússar hafi valdið og eru að valda í Úkraínu. 17. maí 2023 08:40 „Mitt hlutverk að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri“ Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir ábyrgð fyrirtækja á einkamarkaði hafa breyst mikið síðastliðin ár. Kröfur neytenda séu meiri og háværari um til dæmis sjálfbærni. Hugtakið um sjálfbærni hafi svo einnig víkkað og taki nú einnig til mannréttinda. 24. janúar 2024 07:41 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Sagði frið ekki nást án réttlætis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 13. desember 2023 12:53
Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00
Undirrituðu yfirlýsingu um skráningu þess tjóns sem Rússar hafa valdið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, undirrituðu í morgun yfirlýsingu um að Evrópuráðið skrásetji það tjón sem Rússar hafi valdið og eru að valda í Úkraínu. 17. maí 2023 08:40
„Mitt hlutverk að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri“ Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir ábyrgð fyrirtækja á einkamarkaði hafa breyst mikið síðastliðin ár. Kröfur neytenda séu meiri og háværari um til dæmis sjálfbærni. Hugtakið um sjálfbærni hafi svo einnig víkkað og taki nú einnig til mannréttinda. 24. janúar 2024 07:41
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent