Mætast að nýju tuttugu árum eftir hetjudáð Árna Gauts Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2024 07:01 Árni Gautur Arason var leikmaður Manchester City í nokkra mánuði árið 2004. Alex Livesey/Getty Images Tuttugu ár eru síðan Manchester City vann Tottenham Hotspur 4-3 eftir að vera 3-0 undir í hálfleik. Um er að ræða einn frægasta leik FA Cup, ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Við Íslendingar munum hvað helst eftir ótrúlegri tvöfaldri-markvörslu Árna Gauts Arasonar en hann stóð vaktina i marki Manchester City í leiknum. Í kvöld mætast liðin aftur í 4. umferð FA Cup. Þægilegur fyrri hálfleikur hjá Tottenham Þegar liðin gengu til búningsherbergja þann 4. febrúar árið 2004 var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að Man City væri á leiðinni áfram né að frammistaða Ara Gauts yrði enn til umræðu tveimur áratugum síðar. Líkt og í kvöld þá mættust liðin í 4. umferð en þar sem ekki fékkst skorið úr hvort liðið færi áfram þegar þau mættust í Manchester, lokatölur 1-1, þurftu þau að mætast að nýju á White Hart Lane þann 4. febrúar. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 3-0 Tottenham í vil þökk sé mörkum frá Ledley King, Robbie Keane og Christian Ziege. Ekki skánaði það þegar hinn svo einkar takmarkaði Joey Barton nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks. Ofan á allt þetta hafði Nicolas Anelka, að flestra mati besti leikmaður Man City á þessum tíma, haltrað af velli í fyrri hálfleik. Ótrúlegasta endurkoma síðari ára Síðari hálfleikurinn var hins vegar eins fjarri þeim fyrri og hægt er að ímynda sér. Sylvain Distin , franski miðvörður Man City, minnkaði muninn eftir aðeins þriggja mínútna leik og fór ónotatilfinning um þau 30 þúsund sem höfðu gert sér ferð á White Hart Lane þetta kvöld. Í stöðunni 3-1 fékk Tottenham aukaspyrnu sem Ziege tók en hann hafði skorað úr einni slíkri í fyrri hálfleik. Aftur smellti Ziege boltanum yfir vegginn og stefndi hann í bláhornið þegar vinstri hendi Árna Gauts Arasonar sló boltann í þverslánna. Ekki nóg með það heldur náði Ari Gautur áttum og sýndi ótrúlega lipra takta þegar hann stökk á eftir frákastinu sem var við það að skoppa yfir marklínuna. Árni Gautur náði hins vegar að klófesta boltann og koma í veg fyrir að Tottenham kæmist 4-1 yfir. 04.02.2004 Á þessum degi fyrir 19 árum. Skagamaður hendir sér í double save á White Hart Lane. Árni Gautur Arason (f.1975) Man City Tottenham #GamlaVarslan pic.twitter.com/AcC2Xacoee— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 4, 2023 Þarna virtust heimamenn missa alla trú. Hinn hollenski Paul Bosvelt minnkaði muninn svo enn frekar á 69. mínútu og Shaun Wright-Phillips, sem ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti, jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Það var svo í uppbótatíma sem Jonathan Paul Macken, sem ólst upp í rauða hluta Manchester-borgar, skoraði fjórða mark gestanna og tryggði Manchester City einn ótrúlegasta sigur í sögu félagsins. Mörkin og vörslu Árna Gauts má sjá í spilaranum hér að ofan. Árni Gautur átti aðeins eftir að spila einn leik til viðbótar fyrir Man City áður en hann yfirgaf félagið sumarið 2004. Sá var gegn Manchester United í 5. umferð FA Cup, fór Man Utd með 4-2 sigur af hólmi í þeim leik og bikarævintýri City-manna því á enda. Árni Gautur og ungur Cristiano Ronaldo í leik liðanna í 5. umferð FA Cup.Neal Simpson/Getty Images Leikur kvöldsins er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 19.50 og leikurinn sjálfur tíu mínútum síðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira
Við Íslendingar munum hvað helst eftir ótrúlegri tvöfaldri-markvörslu Árna Gauts Arasonar en hann stóð vaktina i marki Manchester City í leiknum. Í kvöld mætast liðin aftur í 4. umferð FA Cup. Þægilegur fyrri hálfleikur hjá Tottenham Þegar liðin gengu til búningsherbergja þann 4. febrúar árið 2004 var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að Man City væri á leiðinni áfram né að frammistaða Ara Gauts yrði enn til umræðu tveimur áratugum síðar. Líkt og í kvöld þá mættust liðin í 4. umferð en þar sem ekki fékkst skorið úr hvort liðið færi áfram þegar þau mættust í Manchester, lokatölur 1-1, þurftu þau að mætast að nýju á White Hart Lane þann 4. febrúar. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 3-0 Tottenham í vil þökk sé mörkum frá Ledley King, Robbie Keane og Christian Ziege. Ekki skánaði það þegar hinn svo einkar takmarkaði Joey Barton nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks. Ofan á allt þetta hafði Nicolas Anelka, að flestra mati besti leikmaður Man City á þessum tíma, haltrað af velli í fyrri hálfleik. Ótrúlegasta endurkoma síðari ára Síðari hálfleikurinn var hins vegar eins fjarri þeim fyrri og hægt er að ímynda sér. Sylvain Distin , franski miðvörður Man City, minnkaði muninn eftir aðeins þriggja mínútna leik og fór ónotatilfinning um þau 30 þúsund sem höfðu gert sér ferð á White Hart Lane þetta kvöld. Í stöðunni 3-1 fékk Tottenham aukaspyrnu sem Ziege tók en hann hafði skorað úr einni slíkri í fyrri hálfleik. Aftur smellti Ziege boltanum yfir vegginn og stefndi hann í bláhornið þegar vinstri hendi Árna Gauts Arasonar sló boltann í þverslánna. Ekki nóg með það heldur náði Ari Gautur áttum og sýndi ótrúlega lipra takta þegar hann stökk á eftir frákastinu sem var við það að skoppa yfir marklínuna. Árni Gautur náði hins vegar að klófesta boltann og koma í veg fyrir að Tottenham kæmist 4-1 yfir. 04.02.2004 Á þessum degi fyrir 19 árum. Skagamaður hendir sér í double save á White Hart Lane. Árni Gautur Arason (f.1975) Man City Tottenham #GamlaVarslan pic.twitter.com/AcC2Xacoee— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 4, 2023 Þarna virtust heimamenn missa alla trú. Hinn hollenski Paul Bosvelt minnkaði muninn svo enn frekar á 69. mínútu og Shaun Wright-Phillips, sem ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti, jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Það var svo í uppbótatíma sem Jonathan Paul Macken, sem ólst upp í rauða hluta Manchester-borgar, skoraði fjórða mark gestanna og tryggði Manchester City einn ótrúlegasta sigur í sögu félagsins. Mörkin og vörslu Árna Gauts má sjá í spilaranum hér að ofan. Árni Gautur átti aðeins eftir að spila einn leik til viðbótar fyrir Man City áður en hann yfirgaf félagið sumarið 2004. Sá var gegn Manchester United í 5. umferð FA Cup, fór Man Utd með 4-2 sigur af hólmi í þeim leik og bikarævintýri City-manna því á enda. Árni Gautur og ungur Cristiano Ronaldo í leik liðanna í 5. umferð FA Cup.Neal Simpson/Getty Images Leikur kvöldsins er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 19.50 og leikurinn sjálfur tíu mínútum síðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira