Magnús Jónsson er sá sem dró sig út úr Júróinu Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2024 14:37 Magnús Jónsson er sá sem dró sitt framlag úr keppni, enda er þetta engin keppni lengur að hans mati heldur bull. VÍSIR/HULDA MARGRÉT/Íris dögg Aðeins einn hefur dregið framlag sitt til baka úr Eurovision eða Sönglagakeppni Ríkisútvarpsins. Sá er Magnús Jónsson sem meðal annars hefur verið kenndur við Gus Gus. „Já, það er skítalykt af þessu öllu saman. Maður ætlaði að fara að keppa í Eurovision. Hey! Erum við ekki að fara að skemmta okkur en þetta er komið í algjöra steik. Þetta er ekki keppni lengur,“ segir Magnús í samtali við Vísi – sá eini sem hefur dregið lag sitt úr Eurovision eða Sönglagakeppninni. Vill að Ísland sniðgangi Eurovision Magnús segir að hann hafi verið að búa sig undir einhvern trúnað en hann sjái ekki betur en Ríkisútvarpið sjálft hafi farið frjálslega með hann. Því sér Magnús ekki ástæðu til að lúra á því lengur að það sé hann sem hætti þegar Vísir hafði samband við hann. „Þú ert í blindum leik mjög lengi og í rauninni veistu ekkert hvað er að gerast. Þú átt ekki að vita hverjir eru í keppninni fyrr en á laugardaginn. Mikill trúnaður og þú skrifar undir samninga um það. En af því að það er kominn svo mikill hiti í umræðuna og RÚV viðurkennir að kominn sé palestínskur flytjandi sem hirðir öll samúðaratkvæðin, þá er þetta engin keppni lengur.“ Magnús segist standa fastur fyrir með þá ákvörðun sem hann tók. Stríðið á Gasa sé með þeim ósköpum að ekki verði við annað eins og það búið. „Ég setti fram þá kröfu að við myndum sniðganga Eurovision ef Ísrael yrði ekki vísað úr keppni. Það var ekki samhugur um það og þá sá ég engar forsendur fyrir þessu lengur. Að halda einhverja keppni hér heima og sjá svo til… finnst mér bara bull. Að keppandinn eigi að hafa eitthvað um þetta að segja en þetta sé á endanum ákvörðun RÚV, er bara bull. Hvað á að gera? Bíða þangað til keppandi sem lendir númer sjö segist vilja fara þegar allir aðrir eru búnir að segja nei?“ Skortir allar hreinar línur í þetta Magnús segir ótrúlegt að setja keppendur í þá stöðu og vingulsháttur Útvarpsstjóra sé í raun með miklum ósköpum. En þetta sé kannski þjóðarsálin sem tali, þora ekki að taka afstöðu. Ekki fyrr en einhver annar hefur gert það. Að þora ekki að brjóta ísinn. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið mánuðum saman. Hann hófst í raun löngu áður en stríðið í Gasa braust út. Magnús segir skorta allar hreinar línur í þetta. Hann hefði viljað sjá það sama gert og var þegar Rússar voru reknir úr keppninni. Þegar það lá fyrir þá hefði hann viljað að einhver einn keppandi yrði sendur út án undankeppni en ekki hafi verið samstaða um slíkt. Því var ekki um annað að ræða en draga sig út. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 25. janúar 2024 13:48 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Já, það er skítalykt af þessu öllu saman. Maður ætlaði að fara að keppa í Eurovision. Hey! Erum við ekki að fara að skemmta okkur en þetta er komið í algjöra steik. Þetta er ekki keppni lengur,“ segir Magnús í samtali við Vísi – sá eini sem hefur dregið lag sitt úr Eurovision eða Sönglagakeppninni. Vill að Ísland sniðgangi Eurovision Magnús segir að hann hafi verið að búa sig undir einhvern trúnað en hann sjái ekki betur en Ríkisútvarpið sjálft hafi farið frjálslega með hann. Því sér Magnús ekki ástæðu til að lúra á því lengur að það sé hann sem hætti þegar Vísir hafði samband við hann. „Þú ert í blindum leik mjög lengi og í rauninni veistu ekkert hvað er að gerast. Þú átt ekki að vita hverjir eru í keppninni fyrr en á laugardaginn. Mikill trúnaður og þú skrifar undir samninga um það. En af því að það er kominn svo mikill hiti í umræðuna og RÚV viðurkennir að kominn sé palestínskur flytjandi sem hirðir öll samúðaratkvæðin, þá er þetta engin keppni lengur.“ Magnús segist standa fastur fyrir með þá ákvörðun sem hann tók. Stríðið á Gasa sé með þeim ósköpum að ekki verði við annað eins og það búið. „Ég setti fram þá kröfu að við myndum sniðganga Eurovision ef Ísrael yrði ekki vísað úr keppni. Það var ekki samhugur um það og þá sá ég engar forsendur fyrir þessu lengur. Að halda einhverja keppni hér heima og sjá svo til… finnst mér bara bull. Að keppandinn eigi að hafa eitthvað um þetta að segja en þetta sé á endanum ákvörðun RÚV, er bara bull. Hvað á að gera? Bíða þangað til keppandi sem lendir númer sjö segist vilja fara þegar allir aðrir eru búnir að segja nei?“ Skortir allar hreinar línur í þetta Magnús segir ótrúlegt að setja keppendur í þá stöðu og vingulsháttur Útvarpsstjóra sé í raun með miklum ósköpum. En þetta sé kannski þjóðarsálin sem tali, þora ekki að taka afstöðu. Ekki fyrr en einhver annar hefur gert það. Að þora ekki að brjóta ísinn. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið mánuðum saman. Hann hófst í raun löngu áður en stríðið í Gasa braust út. Magnús segir skorta allar hreinar línur í þetta. Hann hefði viljað sjá það sama gert og var þegar Rússar voru reknir úr keppninni. Þegar það lá fyrir þá hefði hann viljað að einhver einn keppandi yrði sendur út án undankeppni en ekki hafi verið samstaða um slíkt. Því var ekki um annað að ræða en draga sig út.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 25. janúar 2024 13:48 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01
Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 25. janúar 2024 13:48
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10