Stefna að því að auka aðgengi að neyðarpillunni Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2024 09:51 Donald Tusk tók aftur við embætti forsætisráðherra Póllands í desember. Áður hafði hann gegnt stöðunni á árunum 2007 til 2014. Á árunum 2014 til 2019 var hann forseti leiðtogaráðs ESB. EPA Ný ríkisstjórn Póllands leitast nú við að vinda ofan af einhverjum þeim lagabreytingum sem fyrri stjórn hrinti í framkvæmd árið 2017 og sem varð til þess að einungis var hægt að nálgast svokallaðar neyðarpillur gegn ávísun læknis. Forsætisráðherrann Donald Tusk greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans myndi nú vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum neyðarpillum, sem eru hormónalyf sem tekið er eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun. Hefur ríkisstjórnin Tusks nú samþykkt drög að frumvarpi sem lagt verði fyrir þingið og felur í sér að ekki þurfi lengur ávísun læknis til að nálgast lyfið. Tusk segir að samkvæmt frumvarpsdrögunum verði neyðarpillan aðgengileg fyrir allar konur, fimmtán ára og eldri. Vonast hann til að þingið samþykki frumvarpið og sömuleiðis að forsetinn staðfesti lögin. Forsetinn Andrzej Duda, sem er hliðhollur fyrrverandi stjórnarflokknum Lögum og rétti, getur beitt neitunarvaldi gegn öllum þeim lagabreytingum sem þingið samþykkir. Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórn hans vinni sömuleiðis að því að slaka á löggjöfinni þegar kemur að þungunarrofi, en fyrri stjórn herti reglur verulega þegar kom að slíku. Þungunarrof er hitamál í Póllandi þar sem mikill meirihluti íbúa eru kaþólskur. Mikið hefur gustað í pólskum stjórnmálum bæði fyrir og eftir þingkosningar sem fram fóru í október. Duda náðaði fyrr í vikunni tvo fyrrverandi ráðherra sem höfðu áður verið sakfelldir fyrir valdníðslu og þá beitti forsetinn neitunarvaldi gegn frumvarpi stjórnarinnar sem fól í sér aukið fjármagn til ríkisfjölmiðla. Pólland Tengdar fréttir Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Forsætisráðherrann Donald Tusk greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans myndi nú vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum neyðarpillum, sem eru hormónalyf sem tekið er eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun. Hefur ríkisstjórnin Tusks nú samþykkt drög að frumvarpi sem lagt verði fyrir þingið og felur í sér að ekki þurfi lengur ávísun læknis til að nálgast lyfið. Tusk segir að samkvæmt frumvarpsdrögunum verði neyðarpillan aðgengileg fyrir allar konur, fimmtán ára og eldri. Vonast hann til að þingið samþykki frumvarpið og sömuleiðis að forsetinn staðfesti lögin. Forsetinn Andrzej Duda, sem er hliðhollur fyrrverandi stjórnarflokknum Lögum og rétti, getur beitt neitunarvaldi gegn öllum þeim lagabreytingum sem þingið samþykkir. Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórn hans vinni sömuleiðis að því að slaka á löggjöfinni þegar kemur að þungunarrofi, en fyrri stjórn herti reglur verulega þegar kom að slíku. Þungunarrof er hitamál í Póllandi þar sem mikill meirihluti íbúa eru kaþólskur. Mikið hefur gustað í pólskum stjórnmálum bæði fyrir og eftir þingkosningar sem fram fóru í október. Duda náðaði fyrr í vikunni tvo fyrrverandi ráðherra sem höfðu áður verið sakfelldir fyrir valdníðslu og þá beitti forsetinn neitunarvaldi gegn frumvarpi stjórnarinnar sem fól í sér aukið fjármagn til ríkisfjölmiðla.
Pólland Tengdar fréttir Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03