Þetta kemur fram í upplýsingum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið úr útgefnum kaupsamningum og segir frá á heimasíðu stofnunarinnar.
Fram kemur að hlutfall íbúða sem hafi selst yfir ásettu verði hafi tekið viðsnúning frá apríl 2022, þegar eftirspurnarþrýstingur hafi verið mikill á húsnæðismarkaði. Í þeim mánuði gafu meirihluti íbúða í flestum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði.
„Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu, en íbúðir í póstnúmerum 107, 101 og 111 hafa gengið kaupum yfir ásettu verði um og yfir 20 prósent tilvika síðastliðna þrjá mánuði.
Í nágrenni höfuðborgarsvæðis hafa 6,8 prósent íbúða gengið kaupum og sölum yfir ásettu verði síðastliðna þrjá mánuði. Íbúðir í Reykjanesbæ hafa í yfir 15 prósent tilvika gengið kaupum yfir ásettu verði á umræddu tímabili. Annars staðar á landinu er hlutfallið 8,7 prósent.

Markaðurinn í meira jafnvægi en árið 2022
Lægra hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði eru vísbendingar um að húsnæðismarkaðurinn sé í meira jafnvægi þessa stundina en árið 2022.
Svipaðar vísbendingar eru að finna í nýjustu mánaðarskýrslu hagdeildar HMS. Samkvæmt skýrslunni hefur svokallaður birgðartími íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem mælir hversu hratt núverandi framboð íbúða myndi seljast upp, aukist úr tæplega 1 mánuði árið 2022 upp í 4 mánuði í nóvember síðastliðnum. Almennt þykir birgðartími á bilinu 3 til 6 mánuðir merki um heilbrigðan markað sem er hvorki á valdi kaupenda né seljenda,“ segir á vef HMS.