Elstur til að verma efsta sæti heimslistans Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. janúar 2024 07:00 Rohan Bopanna er 43 ára gamall og á að baki fimm meistaramótstitla. Hann þakkar jóga fyrir langlífið í tennis. Mark Brake/Getty Images Hinn 43 ára gamli Indverji, Rohan Bopanna, verður á mánudag sá elsti í sögunni til að sitja í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik í tennis. Þetta er í fyrsta sinn á 21 árs atvinnumannaferli sem Bopanna kemst í efsta sætið. Hann tekur við metinu af Mike Bryan, sem sat í efsta sæti heimslistans 41 árs gamall árið 2019. Rohan Bopanna, ásamt liðsfélaga sínum Matthew Ebden, komst í gær í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tvíliðaleik. Þar munu þeir mæta Tomas Machah og Zhang Zhizhen. Bopanna mun verma efsta sæti heimslistans þegar hann verður uppfærður á mánudag, þeir Ebden eru jafnir að stigum en Ebden hefur spilað þremur mótum fleiri á tímabilinu. Congratulations India !!!!Indian tennis ace player @rohanbopanna made history as the new World No. 1 in doubles!At 43, he becomes the oldest first-time World No. 1 on the men's side.Bopanna had made his debut more than 20 years ago. pic.twitter.com/PZdmLMeqEI— Rishi Bagree (@rishibagree) January 24, 2024 Bopanna varð á síðasta ári sá elsti til að vinna ATP meistaramót þegar hann og Ebden hömpuðu sigri á Indian Wells mótinu í mars 2023. Þar áður hafði hann unnið meistaramót í Monte Carlo 2017, Madríd 2015 og París 2011 og 2012. Bopanna hefur verið atvinnumaður í tennis síðan árið 2003, í viðtali við BBC sagði hann ekkert brjósk eiga eftir í hnjánum en þökk sé jóga og sjúkraþjálfunar geti hann haldið áfram fram á háan aldur. Þau elstu til að sitja í efsta sætinu í einliðaleik eru Serena Williams, 35 ára og Roger Federer, 36 ára. Novak Djokovic er einnig 36 ára og situr í efsta sæti heimslistans, hann mun líklega slá met Federer síðar á þessu ári. Tennis Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Hann tekur við metinu af Mike Bryan, sem sat í efsta sæti heimslistans 41 árs gamall árið 2019. Rohan Bopanna, ásamt liðsfélaga sínum Matthew Ebden, komst í gær í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tvíliðaleik. Þar munu þeir mæta Tomas Machah og Zhang Zhizhen. Bopanna mun verma efsta sæti heimslistans þegar hann verður uppfærður á mánudag, þeir Ebden eru jafnir að stigum en Ebden hefur spilað þremur mótum fleiri á tímabilinu. Congratulations India !!!!Indian tennis ace player @rohanbopanna made history as the new World No. 1 in doubles!At 43, he becomes the oldest first-time World No. 1 on the men's side.Bopanna had made his debut more than 20 years ago. pic.twitter.com/PZdmLMeqEI— Rishi Bagree (@rishibagree) January 24, 2024 Bopanna varð á síðasta ári sá elsti til að vinna ATP meistaramót þegar hann og Ebden hömpuðu sigri á Indian Wells mótinu í mars 2023. Þar áður hafði hann unnið meistaramót í Monte Carlo 2017, Madríd 2015 og París 2011 og 2012. Bopanna hefur verið atvinnumaður í tennis síðan árið 2003, í viðtali við BBC sagði hann ekkert brjósk eiga eftir í hnjánum en þökk sé jóga og sjúkraþjálfunar geti hann haldið áfram fram á háan aldur. Þau elstu til að sitja í efsta sætinu í einliðaleik eru Serena Williams, 35 ára og Roger Federer, 36 ára. Novak Djokovic er einnig 36 ára og situr í efsta sæti heimslistans, hann mun líklega slá met Federer síðar á þessu ári.
Tennis Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira