Umfjöllun: Frakkland - Ungverjaland 35-32 | Engin hjálp í Ungverjum og Ólympíudraumurinn úr sögunni Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 18:25 Ungverjar voru alltaf skrefinu á eftir Frökkum í leik liðanna í milliriðli 1 á EM. getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta á ekki lengur möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París. Þetta var ljóst eftir sigur Frakklands á Ungverjalandi, 35-32, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í dag. Þar sem Íslendingum mistókst að vinna Austurríkismenn með fimm marka mun fyrr í dag þurftu þeir að treysta á að Ungverjar tækju stig af Frökkum. Það gekk ekki eftir og Ísland fer því ekki í forkeppni Ólympíuleikanna í mars. Tapið var líka dýrt fyrir Ungverjaland en með sigri hefði liðið enn átt möguleika á að komast í undanúrslit EM. Sá draumur Ungverja er úr sögunni en þeir mæta Slóvenum í leiknum um 5. sætið á mótinu. Frakkar eru hins vegar komnir í undanúrslit og mæta þar Svíum. Þrátt fyrir ágætis byrjun Ungverjalands í leiknum í dag var Frakkland alltaf með töglin og haldirnar, þrátt fyrir að hafa að litlu að keppa. Frakkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20-18. Ungverjar jöfnuðu í 21-21 en frönsku Ólympíumeistararnir voru alltaf með stjórn á leiknum, þrátt fyrir að hafa ekki skorað í um tólf mínútur um miðbik leiksins. Franska liðið vann á endanum þriggja marka sigur, 35-32, í miklum markaleik. Nedim Remili var markahæstur Frakka með sjö mörk en Dika Mem skoraði sex. Bence Bánhidi og Miklós Rosta skoruðu fimm mörk hvor fyrir Ungverja. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta á ekki lengur möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París. Þetta var ljóst eftir sigur Frakklands á Ungverjalandi, 35-32, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í dag. Þar sem Íslendingum mistókst að vinna Austurríkismenn með fimm marka mun fyrr í dag þurftu þeir að treysta á að Ungverjar tækju stig af Frökkum. Það gekk ekki eftir og Ísland fer því ekki í forkeppni Ólympíuleikanna í mars. Tapið var líka dýrt fyrir Ungverjaland en með sigri hefði liðið enn átt möguleika á að komast í undanúrslit EM. Sá draumur Ungverja er úr sögunni en þeir mæta Slóvenum í leiknum um 5. sætið á mótinu. Frakkar eru hins vegar komnir í undanúrslit og mæta þar Svíum. Þrátt fyrir ágætis byrjun Ungverjalands í leiknum í dag var Frakkland alltaf með töglin og haldirnar, þrátt fyrir að hafa að litlu að keppa. Frakkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20-18. Ungverjar jöfnuðu í 21-21 en frönsku Ólympíumeistararnir voru alltaf með stjórn á leiknum, þrátt fyrir að hafa ekki skorað í um tólf mínútur um miðbik leiksins. Franska liðið vann á endanum þriggja marka sigur, 35-32, í miklum markaleik. Nedim Remili var markahæstur Frakka með sjö mörk en Dika Mem skoraði sex. Bence Bánhidi og Miklós Rosta skoruðu fimm mörk hvor fyrir Ungverja.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti