Sport

Kín­versk tennis­kona í undan­úr­slitin á Opna ástralska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Qinwen Zheng fagnar sigri og sæti í undanúrslitunum.
Qinwen Zheng fagnar sigri og sæti í undanúrslitunum. Getty/ Julian Finney

Hin kínverska Qinwen Zheng tryggði sér sæti í undanúrslitum á fyrsta risamóti ársins en Opna ástralska meistaramótinu er nú á lokasprettinum.

Zheng vann hina rússnesku Önnu Kalinskaya í átta manna úrslitunum í þremur settum eða 7-6, 3-6 og 1-6.

Zheng er 21 árs gömul og hún var númer fimmtán á heimslistanum fyrir mótið. Þetta er besti árangur hennar á risamóti en hún komst í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra.

Zheng mætir Dayönu Yastremsku frá Úkraínu í undanúrslitaleiknum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Coco Gauff frá Bandaríkjunum og Aryna Sabalenka frá Hvíta-Rússlandi.

Dayana Yastremsk var í sæti fimmtíu á heimslistanum fyrir mótið.

Sabalenka hefur titil að verja á Opna ástralska meistaramótinu. Hún er númer tvö á heimslistanum en Gauff er númer fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×